Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrsta þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Stöð 2 og Vísi í tilefni af Alþingiskosningum. Þar setjast leiðtogar stjórnmálaflokkanna niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli.
Í þættinum svarar Þorgerður því hvaða þingmann hún væri helst til í að taka með sér á deit, svarar hraðaspurningum, nefnir þá þingmenn sem henni þykir sætastir og tekur sitt uppáhalds karaokí lag, svo fátt eitt sé nefnt.