Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. október 2024 13:02 Shawn Mendes ræddi af mikilli einlægni við aðdáendur sína á tónleikum á dögunum. Wagner Meier/Getty Images Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes opnaði sig á dögunum um innri ferðalag sitt í átt að því að skilja betur hver hann er. Mendes skaust upp á stjörnuhimininn á unglingsárunum og hefur verið í samböndum með stórstjörnum á borð við Camilu Cabello og Hailey Bieber. Stjarnan opnaði sig við aðdáendur sína á dögunum á tónleikum í Colorado þar sem hann sagðist enn vera að finna út úr kynhneigð sinni. Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes: Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Í kjölfarið flutti hann nýja lagið sitt The Mountain þar sem hann syngur um þessar pælingar annarra um kynhneigð hans. „Ég var mjög ungur þegar ferilinn minn fór á flug. Í fullri hreinskilni þá fékk ég ekki að gera mikið af hlutum sem fimmtán ára krakkar gera venjulega og ég fékk ekki að uppgötva ýmsar hliðar á mér sem margir unglingar ná að gera.“ View this post on Instagram A post shared by Shawn Mendes (@shawnmendes) Mendes sagði sömuleiðis að kynhneigð hans hafi gjarnan verið umræðuefni hjá almenningi í gegnum árin. „Fólk hefur verið að ræða um þetta í svo langan tíma. Mér finnst það hálf kjánalegt því mér finnst kynhneigð svo fallega marglaga fyrirbæri sem er mjög erfitt að setja í afmarkað box. Þá bætir hann við að umræðan hafi oft verið yfirþyrmandi og farið yfir hans persónulegu mörk og sagði að hann væri sjálfur enn í dag að reyna að skilja eigin tilfinningar. Þetta var eitthvað sem ég átti eftir að skilja betur og ég á enn í dag eftir að átta mig betur á þessu. Það var því ótrúlega mikilvægt fyrir mér að geta skrifað þetta lag The Mountain því það var eins og ég fengi tækifæri til þess að ræða þetta á minn einlæga hátt. Ég held að ég sé bara að tala opinskátt um þetta núna því mig langar að komast nær öllum og einfaldlega bara fá að sitja í mínum sannleika. Og sannleikurinn um líf mitt og kynhneigð er að ég er bara að reyna að finna út úr því eins og allir aðrir. Ég skil sjálfan mig ekki stundum en stundum veit ég nákvæmlega hver ég er. Það getur verið mjög óhugnanlegt því við lifum í samfélagi sem hefur miklar skoðanir á persónulegu lífi fólks. Ég er bara að reyna að vera hugrakkur, að leyfa mér að vera mennskur og finna fyrir tilfinningunum. Það er í raun það eina sem ég vil segja um þetta núna.“ Hér má heyra lagið The Mountain með Shawn Mendes:
Hollywood Hinsegin Tónlist Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira