„Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 16:31 Sergio Agüero skaut á fýlupúkana í Real Madrid sem að hans mati halda að þeir séu merkilegri en aðrir. Getty/Cesc Maymo Argentínumaðurinn Sergio Agüero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi og hann hefur tjáð sig um leikrit spænska stórliðsins Real Madrid í kringum við verðlaunahátíð Gullhnattarins á mánudagskvöldið. Real Madrid hætti skyndilega við það að mæta á verðlaunahátíðina í París eftir að þeir töldu sig fullvissa um það að leikmaður þeirra Vinícius Júnior fengi ekki verðlaunin. Real Madrid gaf það út að þar sem að félaginu væri ekki sýnd virðing þá væri engin ástæða fyrir þá til að mæta. Það fór svo að Rodri, leikmaður Englandsmeistara Manchester City og Evrópumeistara Spánar, fékk Gullhnöttinn. Real Madrid átti þrjá leikmenn í fjórum efstu sætinum því Vinícius Júnior varð í öðru sæti, Jude Bellingham þriðji og Dani Carvajal í fjórða sætinu. Agüero skaut á hegðun Real Madrid manna. Að hans mati var engin spurning um að Rodri var besti leikmaður ársins. „Hann átti þetta skilið. Rodri er besti fótboltamaður heims,“ sagði Agüero og bætti við: „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid. Þeir eru svo miklir forréttindapésar,“ sagði Agüero. Agüero er enginn aðdáandi Real Madrid enda lék hann bæði með Atlético Madrid og Barcelona. Frammistaðan með landsliði hefur alltaf skipt mestu máli þegar Ballon d'Or verðlaunin eru veitt. Frammistaða Vinícius Júnior í landsliðsbúningi Brasilíu sem og gengi brasilíska liðsins olli miklum vonbrigðum en á sama tíma var Rodri Evrópumeistari með Spáni og besti leikmaður Evrópumótsins. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Real Madrid hætti skyndilega við það að mæta á verðlaunahátíðina í París eftir að þeir töldu sig fullvissa um það að leikmaður þeirra Vinícius Júnior fengi ekki verðlaunin. Real Madrid gaf það út að þar sem að félaginu væri ekki sýnd virðing þá væri engin ástæða fyrir þá til að mæta. Það fór svo að Rodri, leikmaður Englandsmeistara Manchester City og Evrópumeistara Spánar, fékk Gullhnöttinn. Real Madrid átti þrjá leikmenn í fjórum efstu sætinum því Vinícius Júnior varð í öðru sæti, Jude Bellingham þriðji og Dani Carvajal í fjórða sætinu. Agüero skaut á hegðun Real Madrid manna. Að hans mati var engin spurning um að Rodri var besti leikmaður ársins. „Hann átti þetta skilið. Rodri er besti fótboltamaður heims,“ sagði Agüero og bætti við: „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid. Þeir eru svo miklir forréttindapésar,“ sagði Agüero. Agüero er enginn aðdáandi Real Madrid enda lék hann bæði með Atlético Madrid og Barcelona. Frammistaðan með landsliði hefur alltaf skipt mestu máli þegar Ballon d'Or verðlaunin eru veitt. Frammistaða Vinícius Júnior í landsliðsbúningi Brasilíu sem og gengi brasilíska liðsins olli miklum vonbrigðum en á sama tíma var Rodri Evrópumeistari með Spáni og besti leikmaður Evrópumótsins. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport)
Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira