Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 22:25 Danir héldu kvöldverð til heiðurs Höllu Tómasdóttur, sjöunda forseta íslenska lýðveldisins þan 8. október. Ástralskur slúðurmiðill vill meina að Danakonungur hafi daðrað við utanríkisráðherra Íslendinga. Getty Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love. Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Eitthvað eru fréttirnar lengi að berast til Ástrala af því að kvöldverðurinn til heiðurs Höllu var haldinn 8. október síðastliðinn, fyrir rúmum þremur vikum síðan. Þrátt fyrir það birtist í dag greinin „Queen Marys's heartache: Fred gets flirty again!“ sem lauslega mætti þýða „Hugarangur Maríu drottningar: Frikki gerist daðurslegur á ný!“. Þar vilja Ástralarnir meina að Friðrik hafi verið að daðra við utanríkisráðherra Íslands sem hafi komið illa við Maríu Danadrottningu. Þórdís sögð vera týpa Friðriks Ástæðan fyrir þessum áhuga Ástrala á ríkjasambandi Íslands og Danmerkur virðist vera að María Danadrottning er fædd í Hobart í Tasmaníu í Ástralíu og er fyrsta konan af áströlskum uppruna til að vera drottning í evrópsku landi. Í fréttinni er því lýst hvernig María hafi verið tárvot og í uppnámi á meðan Friðrik hvíslaði í eyra Þórdísar, sem sat við hliðina á honum. Reglulega hafi drottningin horft flóttaleg í átt að manni sínum. Danskur heimildamaður ástralska miðilsins segir að María hafi virtst vansæl strax í byrjun kvölds. „Ungi íslenski pólitíkusinn Þórdís er mjög svo týpan hans Friðriks, svo hún hlýtur að hafa haldið Maríu órólegri allt kvöldið,“ segir þessi sami heimildamaður. Þá veltir sá hinn sami fyrir sér hvort það hafi verið stirt á milli þeirra hjóna áður en Þórdís og hinir gestirnir komu í hús. Ár liðið frá skandalnum í Madríd Það er tæplega ár liðið frá því að Friðrik var til umfjöllunar í fjölmiðlum bæði í Danmörku og á Spáni vegna meints framhjáhalds hans með mexíkósku athafnakonunni Genovevu Casanova í Madríd. Spænsk slúðurblöð héldu því fram að Friðrik og Casanova hafi varið nótt saman og farið saman á listasafn. „Ég hafna öllum staðhæfingum sem gefa til kynna að Friðrik Danaprins og ég eigi í rómantísku ástarsambandi,“ sagði Genoveva í yfirlýsingu sem birtist í blaðinu Hola! „Slíkir orðrómar eru hreint út sagt falskir og brengla raunveruleikann á ósvífinn hátt. Mál þetta er nú þegar komið á borð lögmanna minn.“ Heimsókn Friðriks til Spánar átti sér stað á sama tíma og eiginkona hans, María prinsessa, var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg í lok október 2023. Ferð Maríu var formleg og tilkynnt opinberlega en Spánarför Friðriks var það ekki. Þrálátir orðrómar um hjónabandsörðugleika hafa plagað hjónin allar götur síðan. Þá vekur það athygli fjölmiðla að María hafi farið til Ástralíu án Friðriks akkúrat þegar ár er liðið frá því hann var í Madríd. „Þessi nýjasta daðurshrina mun hafa búið til enn meiri spennu milli þeirri og hvort það sé hægt að bæta úr því á enn eftir að koma í ljósi,“ sagði danski heimildamaðurinn einnig við Now to Love.
Danmörk Ástralía Fjölmiðlar Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira