Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2024 13:01 Mortensen er ekki parsáttur við hegðun Vinicius og félaga hans hjá Real Madrid. Samsett/Getty Danski leikarinn Viggo Mortensen, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Aragorn í Lord of the Rings þríleiknum, skammast sín herfilega fyrir framkomu Real Madrid í kringum afhendingu Gullknattarins í vikunni. Mortensen öðlaðist heimsfrægð þegar hann lék í Lord of the Rings og hefur síðan hlotið tvær Óskarstilnefningar, fyrir Captain Fantastic og Green Book. Hann er mikill fótboltaunnandi og alla tíð verið stuðningsmaður Real Madrid. Félagið hundsaði verðlaunaafhendingu Balon d'Or, Gullknattarins, í vikunni eftir að í ljós kom að Vinicius Junior, leikmaður liðsins, myndi ekki hljóta nafnbótina, sem veitt er besta leikmanni heims á ári hverju. Rodri, leikmaður Manchester City, var valinn besti leikmaður heims og Vinicius varð í öðru sæti. Þeir sem valdið hafa hjá Madrídingum hafa sætt gagnrýni vegna þessa og nú hefur Mortensen bæst í hóp gagnrýnenda. Hann segir félagið sýna af sér mikla vanvirðingu og segir það gefa eftir barnalegu frekjukasti brasilíska kantmannsins. „Eftir að Real Madríd komst að því að dekraða barnið þeirra myndi ekki vinna Ballon d‘Or, og barnið var brjálað og sorgmætt, sagðist félagið ekki ætla að fara þangað sem það er vanvirt. Og ákvörðunin var tekin að styðja við Vinicius Jr og hans reiðikast, og fara ekki til Parísar á verðlaunaafhendinguna,“ segir Mortensen í aðsendu bréfi til spænska miðilsins El País. „Þetta heitir að kunna ekki að tapa, punktur. Ég er stuðningsmaður Real Madrid, en mér finnst að ef félagið fer ekki þangað sem það er vanvirt, þá er það félaginu sjálfu að kenna fyrir svona heimsku, þessa óíþróttamannslegu og hrokafullu framkomu. Áfram Madríd, alltaf, en ég skammast mín afskaplega mikið fyrir þetta,“ segir Mortensen enn fremur. Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Mortensen öðlaðist heimsfrægð þegar hann lék í Lord of the Rings og hefur síðan hlotið tvær Óskarstilnefningar, fyrir Captain Fantastic og Green Book. Hann er mikill fótboltaunnandi og alla tíð verið stuðningsmaður Real Madrid. Félagið hundsaði verðlaunaafhendingu Balon d'Or, Gullknattarins, í vikunni eftir að í ljós kom að Vinicius Junior, leikmaður liðsins, myndi ekki hljóta nafnbótina, sem veitt er besta leikmanni heims á ári hverju. Rodri, leikmaður Manchester City, var valinn besti leikmaður heims og Vinicius varð í öðru sæti. Þeir sem valdið hafa hjá Madrídingum hafa sætt gagnrýni vegna þessa og nú hefur Mortensen bæst í hóp gagnrýnenda. Hann segir félagið sýna af sér mikla vanvirðingu og segir það gefa eftir barnalegu frekjukasti brasilíska kantmannsins. „Eftir að Real Madríd komst að því að dekraða barnið þeirra myndi ekki vinna Ballon d‘Or, og barnið var brjálað og sorgmætt, sagðist félagið ekki ætla að fara þangað sem það er vanvirt. Og ákvörðunin var tekin að styðja við Vinicius Jr og hans reiðikast, og fara ekki til Parísar á verðlaunaafhendinguna,“ segir Mortensen í aðsendu bréfi til spænska miðilsins El País. „Þetta heitir að kunna ekki að tapa, punktur. Ég er stuðningsmaður Real Madrid, en mér finnst að ef félagið fer ekki þangað sem það er vanvirt, þá er það félaginu sjálfu að kenna fyrir svona heimsku, þessa óíþróttamannslegu og hrokafullu framkomu. Áfram Madríd, alltaf, en ég skammast mín afskaplega mikið fyrir þetta,“ segir Mortensen enn fremur.
Spænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira