Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 20:21 Logi Tómasson í leik með Strömsgodset. godset.no Fjöldi Íslendinga var á ferðinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titilbaráttan er hnífjöfn nú þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu. Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd. Norski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Logi Tómasson var að vanda í liði Strömsgodset sem varð að sætta sig við dramatískt 1-0 tap gegn Rosenborg á útivelli, í lokaleik dagsins. Sigurmarkið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar fyrirliðinn Erlend Dahl Reitan skoraði. Logi hafði fengið gult spjald fyrir mótmæli þegar skammt var eftir af leiknum og þar með er hann kominn í eins leiks bann vegna uppsafnaðra spjalda, og missir af leik við KFUM um næstu helgi. Strömsgodset er nú með 33 stig í 9. sæti deildarinnar, eftir sex leiki í röð án taps. Rosenborg náði með sigrinum að komast upp fyrir Júlíus Magnússon og félaga í Fredrikstad, í 5. sæti. Júlíus var á sínum stað í liði Fredrikstad sem gerði 1-1 jafntefli við Kristiansund á heimavelli fyrr í dag, og hans lið er sem fyrr efst Íslendingaliðanna í deildinni eða í 6. sæti. Hilmir Rafn Mikaelsson var hins vegar á varamannabekknum hjá Kristiansund sem er í 11. sæti af 16 liðum deildarinnar. Haugesund vann fallslaginn Haugesund, lið Antons Loga Lúðvíkssonar, vann afar dýrmætan 1-0 útisigur gegn Lilleström í svakalegum fallslag. Anton Logi kom þó ekkert við sögu. Haugesund, sem hóf tímabilið undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, er nú í þriðja neðsta sæti með 27 stig, en liðið sem endar þar fer í umspil við lið úr næstefstu deild, og er stigi á eftir næsta liði, Sandefjord. Lilleström er með 24 stig í næstneðsta sæti. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Brynjar Ingi Bjarnason lék svo allan leikinn fyrir HamKam í 3-3 jafntefli við Tromsö á útivelli. HamKam er í þægilegri stöðu í 8. sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum meira en Tromsö sem er í 12. sæti. Tvö lið jöfn á toppnum Enginn Íslendingur er í allra efstu liðum deildarinnar en þar er baráttan orðin hnífjöfn um meistaratitilinn. BodöGlimt hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum á meðan að Brann vinnur alla leiki, og nú eru liðin með 55 stig hvort þegar þrjár umferðir eru eftir. Bodö/Glimt er þó með mikið betri markatölu og situr enn á toppnum, þrátt fyrir 3-3 jafnteflið við Molde í dag. Á sama tíma vann Brann 3-0 útisigur gegn botnliði Odd.
Norski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn