Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 10:21 Carlo Ancelotti mætti kokhraustur á blaðmannafund fyrir leik Real Madrid og telur að lið hans muni sýna sitt rétta andlit í dag. Getty/ Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur trú á því að liðið hans snúi við blaðinu í leik sínum á móti Osasuna í spænsku deildinni í dag. Hann mætti með kassann út á blaðamannfund fyrir leikinn. Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti. Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Real Madrid hefur tapað tveimur heimaleikjum í röð og ekki unnið leik í næstum því þrjár vikur. Liðið steinlá 4-0 á móti Barcelona og 3-1 á móti AC Milan í Meistaradeildinni í þessum tveimur leikjum sínum sem fór báðir fram á Santiago Bernabeu. Nú er komið að einum heimaleik í viðbót og ekkert nema sigur getur slökkt eldana sem brenna nú í Real samfélaginu. „Þetta er erfiður leikur fyrir alla. Við höfum farið vel yfir stöðuna með leikmönnum okkar,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi en Osasuna er í fimmta sæti og getur náð Real að stigum með sigri. Farið að hitna undir Ancelotti Svo slæm er staðan er að það er meira að segja farið að hitna undir ítalska þjálfaranum. „Ég er búinn að finna lausnina en við verðum að sjá það ganga upp inn á vellinum. Við vonumst til að það gangi eftir,“ sagði Ancelotti. Hann vill sjá meira frá leikmönnum sínum. ESPN segir frá. „Þetta snýst um fórnfýsi, einbeitingu og liðssamvinnu. Það er ekkert nýtt. Við verðum að vera þéttir og það þýðir fórnfýsi. Við þurfum einbeitingu til að velja réttu sendinguna. Ef þú spilar sem eitt lið þá verstu sem eitt lið og við gerðum það stórkostlega á síðustu leiktíð,“ sagði Ancelotti. Vörnin í tómu tjóni Varnarleikurinn er stórt vandamál. Liðið hefur spilað án hinna meiddu Thibaut Courtois, Dani Carvajal og David Alaba en í síðustu þremur leikjum hefur Real fengið á sig níu mörk. „Við höfum fengið tíma til að finna lausnir. Við vitum að við getum gert betur,“ sagði Ancelotti. Real er nú níu stigum á eftir Barcelona en liðið á leik inni. Þeir eru aftur á móti bara í átjánda sæti í Meistaradeildinni. Nú er erfiður tími „Við erum ekki vanir slíku enda hefur gengið mjög vel í langan tíma. Nú er erfiður tími. Við sættum okkur við það en við megum ekki gefast upp. Ég er ánægður með að vera hjá þessum klúbbi af því að hann er sá besti í heimi til að koma enn sterkari til baka. Þessi hópur er öflugur og klár í þetta verkefni,“ sagði Ancelotti. „Við erum allir í sama bátnum, leikmenn, klúbburinn og ég. Við höfum aldrei verið samheldnari,“ sagði Ancelotti.
Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira