Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Rodri fékk Gullhnöttinn að þessu sinni og fulltrúi Íslands í kjörinu var sammála því. Hér mætir Rodri á hófið. Getty/Stephane Cardinale Spænski knattspyrnumaðurinn Rodri vann Gullhnöttinn í ár með því að fá aðeins 41 stigi meira en Vinicius Junior. France Football hefur loksins gefið upp niðurstöður Ballon d'Or kjörsins. Það var mjög lítill munur á efstu mönnum sem kemur ekki á óvart. Rodri fékk 1170 stig en Vinicius 1129 stig. Munurinn hefur áður verið lítill en nú var tekið upp nýtt stigakerfi. Að þessu sinni fékk leikmaður fimmtán stig fyrir fyrsta sæti á lista fjölmiðlamanna frá hundrað efstu þjóðum á FIFA-listanum. Næsti maður fékk síðan 12 stig, svo 10, 8, 7, 5, 4, 3, 2 og 1. 99 af 100 með kosningarrétt kusu en sýrlenskur blaðamaður skilaði ekki atkvæði sínu. Níu leikmenn fengu atkvæði í efsta sætið en auk Rodri og Vinicius Junior voru það Jude Bellingham (5 atkvæði), Dani Carvajal (4), Toni Kroos (2), Kylian Mbappé, Erling Haaland, Lautaro Martinez og svo auðvitað Ademola Lookman. Í frétt L'Équipe kemur fram að enginn sem kaus hafi verið með alla tíu í réttri röð og enginn heldur með þá fimm efstu í réttri röð. Það voru hins vegar sjö sem voru með efstu fjóra í réttri röð eða þá Rodri, Vinicius Jr., Bellingham og Carvajal. Þeir blaðamenn komu frá Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Norður-Írlandi, Noregi, Slóvakíu og svo Íslandi. Atkvæði Íslands er í höndum Víðis Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og höfund árbókarinnar um Íslenska Knattspyrnu frá árinu 1982. Fimm tíu manna listar voru ekki með Rodri á lista og þrír voru ekki með Vinicius Jr. meðal þeirra tíu bestu í heimi. Einn af þeim sem var ekki með Vinicius á lista var blaðamaður frá Ekvador. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að vissulega væri Vinicius góður leikmaður en karakter hans og framkoma hafi orðið til þess að hann vildi ekki hafa hann inn á topp tíu hjá sér. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Það var mjög lítill munur á efstu mönnum sem kemur ekki á óvart. Rodri fékk 1170 stig en Vinicius 1129 stig. Munurinn hefur áður verið lítill en nú var tekið upp nýtt stigakerfi. Að þessu sinni fékk leikmaður fimmtán stig fyrir fyrsta sæti á lista fjölmiðlamanna frá hundrað efstu þjóðum á FIFA-listanum. Næsti maður fékk síðan 12 stig, svo 10, 8, 7, 5, 4, 3, 2 og 1. 99 af 100 með kosningarrétt kusu en sýrlenskur blaðamaður skilaði ekki atkvæði sínu. Níu leikmenn fengu atkvæði í efsta sætið en auk Rodri og Vinicius Junior voru það Jude Bellingham (5 atkvæði), Dani Carvajal (4), Toni Kroos (2), Kylian Mbappé, Erling Haaland, Lautaro Martinez og svo auðvitað Ademola Lookman. Í frétt L'Équipe kemur fram að enginn sem kaus hafi verið með alla tíu í réttri röð og enginn heldur með þá fimm efstu í réttri röð. Það voru hins vegar sjö sem voru með efstu fjóra í réttri röð eða þá Rodri, Vinicius Jr., Bellingham og Carvajal. Þeir blaðamenn komu frá Englandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Norður-Írlandi, Noregi, Slóvakíu og svo Íslandi. Atkvæði Íslands er í höndum Víðis Sigurðssonar, blaðamanns Morgunblaðsins og höfund árbókarinnar um Íslenska Knattspyrnu frá árinu 1982. Fimm tíu manna listar voru ekki með Rodri á lista og þrír voru ekki með Vinicius Jr. meðal þeirra tíu bestu í heimi. Einn af þeim sem var ekki með Vinicius á lista var blaðamaður frá Ekvador. Hann rökstuddi ákvörðun sína með því að vissulega væri Vinicius góður leikmaður en karakter hans og framkoma hafi orðið til þess að hann vildi ekki hafa hann inn á topp tíu hjá sér. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira