Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2024 15:07 Rakel Dögg Bragadóttir stýrði Fram til sigurs á moti uppeldisfélaginu sínu í dag. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir er ég ánægð. Ánægð með þennan sigur, ekki sjálfgefið að taka tvo punkta hér,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir sigur síns liðs á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Lokatölur 18-24 og með sigrinum er Fram komið í annað sæti deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. „Erum lítið að horfa á töfluna“ Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mörgu leyti mjög góð. Mér fannst við spila góðan varnarleik og Darija var frábær fyrir aftan. Við gerum hellst til of marga tæknifeila, erum kannski að drífa okkur of mikið. Við erum stóran part leiksins stöndum við í vörn og þá vill maður oft kannski drífa sig mikið sóknarlega. Auðvitað viljum við keyra upp hraðann en það hefði mátt vera á tíðum skynsamlegri ákvarðanir þegar við erum að keyra upp völlinn.“ Stjarnan hóf leikinn töluvert betur og kom sér í þriggja marka forystu snemma leiks. Enginn skjálfti var í Fram liðinu þrátt fyrir hæga byrjun liðsins, að sögn Rakelar Daggar. „Ég hafði ekki beint áhyggjur þótt að maður vill að sjálfsögðu alltaf sjá gott start, en mér fannst við bara hafa þær dálítið varnarlega og þá svona vitum við það að við getum komið okkur inn í leikinn þó að við séum ekki fyrstu tíu mínúturnar komnar með eitthvað forskot. Það er nú bara sjaldnast þannig. Mér fannst við samt gera þetta vel. Við vorum að spila góða vörn og það er bara grunnurinn í þessu og þá eru meiri líkur á sigri,“ sagði Rakel Dögg. „Erum lítið að horfa á töfluna“ Rakel Dögg segir sitt lið eingöngu einbeita sér að sinni spilamennsku og horfi til að mynda ekki á töfluna, þar sem Valskonur eru með fjögurra stiga forystu á Fram og Hauka á toppi deildarinnar. „Við erum bara að halda áfram að vinna í okkur. Við erum að slípa okkur saman enn þá og við erum bara að horfa á það, eins og við höfum svo sem sagt frá byrjun, að taka einn leik í einu og þróa okkur áfram og horfa á okkar eigin frammistöðu. Sjá hvað það skilar okkur.“ „Við förum auðvitað í alla leiki til þess að hámarka okkar frammistöðu og við sjáum hver niðurstaðan verður af því. Við erum hingað til bara mjög sátt með okkur og hvar við stöndum, en erum lítið að horfa á töfluna,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Stjarnan Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Sjá meira