Lokatölur leiksins 30-21 og sigur heimakvenna aldrei í hættu. Andrea Jacobsen var gríðarlega öflug í liði Blomberg-Lippe, skoraði hún fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar.
Þá skoraði Díana Dögg Magnúsdóttir eitt mark í liði heimakvenna. Sandra skoraði einnig eitt mark í liði gestanna.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Síðari leikurinn fer fram næstu helgi.