Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2024 16:41 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Íslandsbanki hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í einu vaxtamálanna svokölluðu. Formaður Neytendasamtakanna segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og alfarið á skjön við ráðgefandi álit sem EFTA-dómstólinn gaf nýverið út. „Það er greinilegt að réttlæti er ekki íslensk framleiðsla. Hann [Íslandsbanki] er sýknaður á þeim grundvelli að það sé sérregla í íslenskum lögum sem heimili þetta. Við erum ósammála því en ef þetta er rétt hjá dómnum þá hefur löggjafinn innleitt tilskipunina á rangan hátt. Það þýðir að þetta er asbesthúðun á Evrópulöggjöf,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann segir að dómnum verði áfrýjað en stefnendur í málinu voru tveir lántakar hjá Íslandsbanka, sem nutu fulltingis samtakanna í málarekstrinum. Þau telja niðurstöðuna efnislega ranga og munu láta reyna á hana fyrir Landsrétti að sögn Breka. Verði niðurstaða Landsréttar sú sama muni samtökin láta reyna á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins, eftir atvikum utan landssteinanna. Uppfært: Mbl.is hefur eftir Breka að óskað verði eftir leyfi Hæstaréttar til þess að áfrýja málinu beint til réttarins og sleppa viðkomu í Landsrétti. Í lögum um meðferð einkamála segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skuli slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdóm eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr. Hæstiréttur skuli gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin. Fjöldi mála í gangi Málið er eitt fimm vaxtamála sem Neytendasamtökin koma að. Þá er eitt slíkt á forræði Neytendastofu. Þau snúa öll að lánum íslensku viðskiptabankanna með breytilegum vöxtum. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra Í maí þessa árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það sé dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Það hefur Héraðsdómur Reykjaness gert í dag og sú var niðurstaðan í héraði í þremur öðrum málum. Í einu þeirra var Landsbankinn dæmdur til að greiða tveimur lántökum rúmlega 250 þúsund krónur samanlagt. Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira
„Það er greinilegt að réttlæti er ekki íslensk framleiðsla. Hann [Íslandsbanki] er sýknaður á þeim grundvelli að það sé sérregla í íslenskum lögum sem heimili þetta. Við erum ósammála því en ef þetta er rétt hjá dómnum þá hefur löggjafinn innleitt tilskipunina á rangan hátt. Það þýðir að þetta er asbesthúðun á Evrópulöggjöf,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna í samtali við Vísi. Hann segir að dómnum verði áfrýjað en stefnendur í málinu voru tveir lántakar hjá Íslandsbanka, sem nutu fulltingis samtakanna í málarekstrinum. Þau telja niðurstöðuna efnislega ranga og munu láta reyna á hana fyrir Landsrétti að sögn Breka. Verði niðurstaða Landsréttar sú sama muni samtökin láta reyna á skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins, eftir atvikum utan landssteinanna. Uppfært: Mbl.is hefur eftir Breka að óskað verði eftir leyfi Hæstaréttar til þess að áfrýja málinu beint til réttarins og sleppa viðkomu í Landsrétti. Í lögum um meðferð einkamála segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema niðurstaða málsins geti haft fordæmisgildi, haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða haft verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá skuli slíkt leyfi ekki veitt ef málsaðili telur þörf á að leiða vitni í málinu eða enn er uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn var fyrir héraðsdóm eða enn er deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr. Hæstiréttur skuli gefa öllum málsaðilum kost á að tjá sig um umsókn áður en ákvörðun er tekin. Fjöldi mála í gangi Málið er eitt fimm vaxtamála sem Neytendasamtökin koma að. Þá er eitt slíkt á forræði Neytendastofu. Þau snúa öll að lánum íslensku viðskiptabankanna með breytilegum vöxtum. Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín. EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra Í maí þessa árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þurfi að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þyki málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þurfi að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull geti skilið aðferðina sem beitt er við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það sé dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Það hefur Héraðsdómur Reykjaness gert í dag og sú var niðurstaðan í héraði í þremur öðrum málum. Í einu þeirra var Landsbankinn dæmdur til að greiða tveimur lántökum rúmlega 250 þúsund krónur samanlagt.
Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira