Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2024 11:02 Leikhópurinn og leikstjóri á rauða dreglinum. Evrópska kvikmyndaakademían opinberaði í dag átta af sigurvegurum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2024. Á meðal þeirra er Evalotte Oosterop en hún hlýtur Evrópsku kvikmyndaverðlaun 2024 fyrir förðun og hár, vegna vinnu sinnar við kvikmyndina Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson. Þetta kemur fram í tilkynningu. Evalotte mun taka við verðlaunum sínum við hátíðlega verðlaunaafhendingu 37. evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem fram fer 7. desember í Luzern í Sviss. Í tilkynningunni segir að þetta séu tíundu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hafi verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. „Við erum náttúrulega í skýjunum og voðalega stolt af Evalotte. Hún er mikil listakona og frábær samstarfsfélagi. Þetta var í fyrsta sinn sem við vinnum saman en hún féll strax vel inn í hópinn okkar og teymisvinnu. Hnefi af hæfileikum og frábær manneskja. Það er ekki hægt að óska sér betri samstarfsaðila,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndarinnar. Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Evalotte mun taka við verðlaunum sínum við hátíðlega verðlaunaafhendingu 37. evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem fram fer 7. desember í Luzern í Sviss. Í tilkynningunni segir að þetta séu tíundu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hafi verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. „Við erum náttúrulega í skýjunum og voðalega stolt af Evalotte. Hún er mikil listakona og frábær samstarfsfélagi. Þetta var í fyrsta sinn sem við vinnum saman en hún féll strax vel inn í hópinn okkar og teymisvinnu. Hnefi af hæfileikum og frábær manneskja. Það er ekki hægt að óska sér betri samstarfsaðila,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira