Spá hressilegri vaxtalækkun Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 11:29 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ritar á vef bankans. „Við spáum því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,5 prósentur þann 20. nóvember en talsverðar líkur eru þó einnig á 0,25 prósentu vaxtalækkun. Líklega mun vegast á annars vegar hjaðnandi verðbólga, kólnandi húsnæðismarkaður og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar óvissa vegna stjórnarslita og verkfalla, seigla í einkaneyslu, allsterkur vinnumarkaður og óstöðugar verðbólguvæntingar.“ Niður fyrir níu prósentin Stýrivextir eru nú níu prósent og munu fara niður fyrir níu prósentin í fyrsta skipti síðan þeir voru hækkaðir upp í 9,25 prósent í ágúst í fyrra, gangi spá Íslandsbanka eftir. Í maí sama ár voru stýrivextir 8,75 prósent. Íslandsbanki telur líklegast að stýrivextir verði lækkaðir niður fyrir þá tölu en einnig sé líklegt að þeir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig og verði þeir sömu og í maí í fyrra. Greiningadeildin segir ummæli peningastefnunefndar þegar síðasta vaxtaákvörðun var kynnt, um að þörf sé á „hæfilegu aðhaldsstigi“ peningamála enn um sinn. Óvissan gæti gert nefndina varkárari en ella Í grein Jóns Bjarka segir að óvissa vegna nýlegra stjórnarslita og yfirvofandi kosninga ásamt yfirstandandi verkföllum hjá allstórum hópi opinbers starfsfólks sé þó líkleg til að gera peningastefnunefndina heldur varkárari en ella við vaxtaákvörðunina nú. Að auki þurfi nefndin að vega saman annars vegar nýlega hjöðnun verðbólgu, kólnandi húsnæðismarkað og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar seiglu í einkaneyslu, allsterkan vinnumarkað og nokkuð sveiflukenndar verðbólguvæntingar. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ritar á vef bankans. „Við spáum því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,5 prósentur þann 20. nóvember en talsverðar líkur eru þó einnig á 0,25 prósentu vaxtalækkun. Líklega mun vegast á annars vegar hjaðnandi verðbólga, kólnandi húsnæðismarkaður og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar óvissa vegna stjórnarslita og verkfalla, seigla í einkaneyslu, allsterkur vinnumarkaður og óstöðugar verðbólguvæntingar.“ Niður fyrir níu prósentin Stýrivextir eru nú níu prósent og munu fara niður fyrir níu prósentin í fyrsta skipti síðan þeir voru hækkaðir upp í 9,25 prósent í ágúst í fyrra, gangi spá Íslandsbanka eftir. Í maí sama ár voru stýrivextir 8,75 prósent. Íslandsbanki telur líklegast að stýrivextir verði lækkaðir niður fyrir þá tölu en einnig sé líklegt að þeir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig og verði þeir sömu og í maí í fyrra. Greiningadeildin segir ummæli peningastefnunefndar þegar síðasta vaxtaákvörðun var kynnt, um að þörf sé á „hæfilegu aðhaldsstigi“ peningamála enn um sinn. Óvissan gæti gert nefndina varkárari en ella Í grein Jóns Bjarka segir að óvissa vegna nýlegra stjórnarslita og yfirvofandi kosninga ásamt yfirstandandi verkföllum hjá allstórum hópi opinbers starfsfólks sé þó líkleg til að gera peningastefnunefndina heldur varkárari en ella við vaxtaákvörðunina nú. Að auki þurfi nefndin að vega saman annars vegar nýlega hjöðnun verðbólgu, kólnandi húsnæðismarkað og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar seiglu í einkaneyslu, allsterkan vinnumarkað og nokkuð sveiflukenndar verðbólguvæntingar.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira