„Vinsamlegast látið hann í friði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2024 06:32 Didier Deschamps með Kylian Mbappe eftir sigur Frakka á Portúgölum á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Þrátt fyrir að Kylian Mbappé sé hvergi sjáanlegur í franska landsliðinu þá þarf franski landsliðsþjálfarinn engu að síður að svara spurningum um hann á blaðamannafundi liðsins. Mbappé er ekki með franska landsliðinu nú ekki frekar en í síðasta landsliðsglugga. Frakkar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni í París í kvöld. Didier Deschamps var spurður um það á blaðamannafundi í gær hvort hann hafi rætt við Mbappé um þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn að þessu sinni. Deschamps grínaðist í byrjun og sagðist hafa reyndar búist við þessari spurningu fyrr á fundinum. Hann varð síðan aftur alvarlegur á svipinn og reyndi að komast undan því að svara þessu beint. ESPN segir frá. „Hlustið á mig. Ég sagði ykkur það sem ég sagði. Ykkur er frjálst að ræða það og setja ykkar skilning í þau orð. Það er leikur hjá mér á morgun. Það eru 23 leikmenn hér. Kylian er ekki hér. Vinsamlegast látið hann í friði,“ sagði Deschamps. Mbappé skoraði sitt 48. og síðasta landsliðsmark í júní en hefur ekki bætt við marki síðan. Það hefur heldur ekki gengið alltof vel hjá honum að fóta sig með liði Real Madrid. Hann var meiddur í síðasta landsliðsglugga en núna var hann ekki valinn. Franskir fjölmiðlamenn hafa efast um þá skýringu Deschamps að hann hafi ákveðið að velja hann ekki og sumir halda því fram að Mbappé vilji hreinlega ekki spila lengur fyrir franska landsliðið. Hann hefur fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu enda eru kröfurnar miklar sem eru gerðar til hans. Deschamps vill augljóslega ekki ræða fjarveru Mbappé frekar og ætlar að einbeita sér að komandi leikjum án hans. Þjóðadeild karla í fótbolta Franski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Mbappé er ekki með franska landsliðinu nú ekki frekar en í síðasta landsliðsglugga. Frakkar mæta Ísrael í Þjóðadeildinni í París í kvöld. Didier Deschamps var spurður um það á blaðamannafundi í gær hvort hann hafi rætt við Mbappé um þá ákvörðun að velja hann ekki í hópinn að þessu sinni. Deschamps grínaðist í byrjun og sagðist hafa reyndar búist við þessari spurningu fyrr á fundinum. Hann varð síðan aftur alvarlegur á svipinn og reyndi að komast undan því að svara þessu beint. ESPN segir frá. „Hlustið á mig. Ég sagði ykkur það sem ég sagði. Ykkur er frjálst að ræða það og setja ykkar skilning í þau orð. Það er leikur hjá mér á morgun. Það eru 23 leikmenn hér. Kylian er ekki hér. Vinsamlegast látið hann í friði,“ sagði Deschamps. Mbappé skoraði sitt 48. og síðasta landsliðsmark í júní en hefur ekki bætt við marki síðan. Það hefur heldur ekki gengið alltof vel hjá honum að fóta sig með liði Real Madrid. Hann var meiddur í síðasta landsliðsglugga en núna var hann ekki valinn. Franskir fjölmiðlamenn hafa efast um þá skýringu Deschamps að hann hafi ákveðið að velja hann ekki og sumir halda því fram að Mbappé vilji hreinlega ekki spila lengur fyrir franska landsliðið. Hann hefur fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu enda eru kröfurnar miklar sem eru gerðar til hans. Deschamps vill augljóslega ekki ræða fjarveru Mbappé frekar og ætlar að einbeita sér að komandi leikjum án hans.
Þjóðadeild karla í fótbolta Franski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira