Lífið

„Getur líka fengið Óskars­verð­laun fyrir besta leik í auka­hlut­verki“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dagur sýnir alvöru takta í grettukeppni.
Dagur sýnir alvöru takta í grettukeppni. Vísir/Vilhelm

Dagur B. Eggertsson frambjóðandi Samfylkingarinnar myndi raka af sér hárið til þess að tryggja flokknum kosningasigur. Það þrátt fyrir að það fari honum að eigin sögn sérlega illa að vera snoðaður.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjötta þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt sterkari sósu. Dagur segir aukaleikara sæta fordómum, rifjar upp knúskúltúr hans og Jóns Gnarr í ráðhúsinu og segir frá því hvers vegna hann heitir Dagur Bergþóruson.

Dagur segir að honum sé enn þann dag í dag þakkað fyrir leyniuppskrift að kjúklingavængjum sem hann deildi með þjóðinni í þætti Evu Laufeyjar á Stöð 2 fyrir tíu árum síðan. Hann rifjar líka upp tímann þegar hann sinnti eitrunarsíma bráðamóttökunnar enda lærður læknir, sýnir alvöru takta í grettukeppni og fræðir áhorfendur um anatómíu bragðlauka svo fátt eitt sé nefnt.

Klippa: Af vængjum fram - Dagur B. Eggertsson

Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis. 


Tengdar fréttir

Stóð ekki á svörum um vand­ræða­legasta augna­blikið

Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir það vera alvöru verkefni að fara tvisvar sinnum í framboð á einu ári. Hann er eini leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem hefur mætt áður í Af vængjum fram og tók áskoruninni um að borða bara sterkustu sósuna.

Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn

Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi Sósíalistaflokksins segist spennt að kynnast nokkrum þingmönnum fari svo að hún komist á þing. Hún segir að líklega væri best að bjóða einum þingmanni úr öllum flokkum í sumarbústaðarferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×