Kom til handalögmála í París Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:01 Slagsmál brutust út í stúkunni snemma leiks. Það tók um tvær mínútur að leysa úr því og engir eftirmálar urðu. Xavier Laine/Getty Images Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. Leikurinn fór fram fyrir framan metfjölda áhorfenda, en aldrei hafa færri mætt á fótboltaleik á Stade de France í París. Aðeins 20 þúsund áhorfendur mættu á 80 þúsund manna leikvanginn. Einhverjir þeirra bauluðu á ísraelska þjóðsönginn fyrir leik. Yo @UEFAcom it’s time to ban Israel from international football. Israeli fans are causing trouble in France right now pic.twitter.com/aPNpIttV17— Esheru (@EsheruKwaku) November 14, 2024 Öryggisgæsla var aukin til muna í vikunni eftir slagsmál sem brutust út í Amsterdam í síðustu viku milli mótmælenda sem styðja Palestínu og gesta frá Ísrael sem fylgdu liði Maccabi Tel Aviv sem átti leik í Evrópudeildinni. Hræðsla var um álíka ofbeldi í París í gær og það kom til handalögmála þegar skammt var liðið á leikinn. Talið er að um 50 manns hafi átt þátt í þeim slagsmálum. Því var snögglega brugðist við og urðu af því engir eftirmálar. Talið er að um fjögur þúsund lögreglumenn hafi verið á leik gærkvöldsins. Stuðningsmenn Ísrael báru gular blöðrur og kröfðust þess að gíslum á Gaza skildi skilað heim.Xavier Laine/Getty Images Ísraelar voru varaðir við af stjórnvöldum að ferðast ekki á leikinn en um 100 stuðningsmenn fóru gegn því og voru meðal áhorfenda á tómlegum vellinum. Þeir veifuðu gulum blöðrum og kölluðu „frelsið gíslana“ og vitna þar til Ísraela sem eru í haldi Hamas á Gaza. Nokkrir hundruðir mótmælenda komu saman fyrir utan völlinn fyrir leik og veifuðu palestínskum, líbönskum og alsírskum fánum til að mótmæla stríðinu á Gaza. „Við spilum ekki með þjóðarmorð,“ sagði á einum borða mótmælenda. Mótmælendur sem sýndu Palestínumönnum samstöðu komu saman fyrir utan völlinn.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Fjöldi stjórnmálamanna í Evrópu hefur lýst yfir „endurkomu gyðingahaturs“ í kjölfar þess að ísraelskir stuðningsmenn urðu fyrir aðkasti í Amsterdam fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt skýrslu borgaryfirvalda í Amsterdam voru stuðningsmenn Maccabi sjálfir sekir um skemmdarverk, árás á leigubíl auk þess að rífa niður palestínska fána og kalla hatursorð gegn aröbum. Tíðindaminna var innan vallar þar sem leiknum lauk með steindauðu markalausu jafntefli. Ísrael fékk þannig fyrsta stig liðsins í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ítalir eru efstir með 13 stig, Frakkar næstir með tíu, Belgar fjögur og Ísraelar eitt. Öryggisgæsla var hert til muna eftir atburðarrásina í Amsterdam viku fyrr.Ibrahim Ezzat/Anadolu via Getty Images Palestínskir fánar sáust einnig í stúkunni.Franco Arland/Getty Images Götum í kringum völlinn var lokað og lögregla girti af gönguleið fyrir ísraelska stuðningsmenn eftir leik.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Þjóðadeild karla í fótbolta Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Tengdar fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Leikurinn fór fram fyrir framan metfjölda áhorfenda, en aldrei hafa færri mætt á fótboltaleik á Stade de France í París. Aðeins 20 þúsund áhorfendur mættu á 80 þúsund manna leikvanginn. Einhverjir þeirra bauluðu á ísraelska þjóðsönginn fyrir leik. Yo @UEFAcom it’s time to ban Israel from international football. Israeli fans are causing trouble in France right now pic.twitter.com/aPNpIttV17— Esheru (@EsheruKwaku) November 14, 2024 Öryggisgæsla var aukin til muna í vikunni eftir slagsmál sem brutust út í Amsterdam í síðustu viku milli mótmælenda sem styðja Palestínu og gesta frá Ísrael sem fylgdu liði Maccabi Tel Aviv sem átti leik í Evrópudeildinni. Hræðsla var um álíka ofbeldi í París í gær og það kom til handalögmála þegar skammt var liðið á leikinn. Talið er að um 50 manns hafi átt þátt í þeim slagsmálum. Því var snögglega brugðist við og urðu af því engir eftirmálar. Talið er að um fjögur þúsund lögreglumenn hafi verið á leik gærkvöldsins. Stuðningsmenn Ísrael báru gular blöðrur og kröfðust þess að gíslum á Gaza skildi skilað heim.Xavier Laine/Getty Images Ísraelar voru varaðir við af stjórnvöldum að ferðast ekki á leikinn en um 100 stuðningsmenn fóru gegn því og voru meðal áhorfenda á tómlegum vellinum. Þeir veifuðu gulum blöðrum og kölluðu „frelsið gíslana“ og vitna þar til Ísraela sem eru í haldi Hamas á Gaza. Nokkrir hundruðir mótmælenda komu saman fyrir utan völlinn fyrir leik og veifuðu palestínskum, líbönskum og alsírskum fánum til að mótmæla stríðinu á Gaza. „Við spilum ekki með þjóðarmorð,“ sagði á einum borða mótmælenda. Mótmælendur sem sýndu Palestínumönnum samstöðu komu saman fyrir utan völlinn.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Fjöldi stjórnmálamanna í Evrópu hefur lýst yfir „endurkomu gyðingahaturs“ í kjölfar þess að ísraelskir stuðningsmenn urðu fyrir aðkasti í Amsterdam fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt skýrslu borgaryfirvalda í Amsterdam voru stuðningsmenn Maccabi sjálfir sekir um skemmdarverk, árás á leigubíl auk þess að rífa niður palestínska fána og kalla hatursorð gegn aröbum. Tíðindaminna var innan vallar þar sem leiknum lauk með steindauðu markalausu jafntefli. Ísrael fékk þannig fyrsta stig liðsins í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ítalir eru efstir með 13 stig, Frakkar næstir með tíu, Belgar fjögur og Ísraelar eitt. Öryggisgæsla var hert til muna eftir atburðarrásina í Amsterdam viku fyrr.Ibrahim Ezzat/Anadolu via Getty Images Palestínskir fánar sáust einnig í stúkunni.Franco Arland/Getty Images Götum í kringum völlinn var lokað og lögregla girti af gönguleið fyrir ísraelska stuðningsmenn eftir leik.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images
Þjóðadeild karla í fótbolta Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Tengdar fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01
Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55