„Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 10:17 Aron Einar Gunnarsson er aftur kominn með fyrirliðaband islenska karlalandsliðsins í fótbolta. Getty/ Robbie Jay Barratt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins. Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira