„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:11 Orri Steinn skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Sjá meira