Hringir og hringir en fær alltaf nei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 22:46 Sergio Ramos vann margra á titla á sextán árum sínum hjá Real Madrid en þeir verða ekki fleiri þrátt fyrir að hann vilji ólmur koma til baka. Getty/Denis Doyle Evrópumeistarar Real Madrid glíma við mikil meiðsli þessa dagana og þá sérstaklega meðal varnarmanna liðsins. Miðvörðurinn David Alaba hefur verið lengi frá eða síðan í desember í fyrra, Daniel Carvajal sleit krossband í október og Éder Militão sleit nú síðast krossband 9. nóvember. Spænska stórblaðið Marca fjallar um málið og þá staðreynd að Real Madrid hafi fengið hundrað símtöl frá umboðsmönnum sem eru að bjóða leikmenn sína. Það dreymir marga knattspyrnumenn að spila með einu stærsta félagi heims. Það er líka ljóst að spænska stórliðinu vantar miðvörð og einn af þeim sem vildi endilega komast til Real Madrid var hinn 38 ára gamli Sergio Ramos. Samkvæmt frétt Marca þá hefur Ramos hringt mörgum sinnum í Real Madrid en alltaf fengið neitun. Ramos átti frábær ár með Real en hann spilaði með liðinu frá 2005 til 2021 og var á þeim tíma í hópi allra bestu miðvarða heims. Hann yfirgaf félagið eftir sextán ára í júní 2021 og samdi við þá við franska félagið Paris Saint-Germain. Á síðasta ári fór Ramos fór heim til Sevilla, uppeldisfélags síns, en eftir tímabilið var ljóst að hann yrði ekki áfram þar. Hann hefur verið án liðs síðan. Það væri falleg saga að sjá hann bjarga sínu gamla félagi í vandræðum sínum en það kemur ekki til greina hjá Real Madrid samkvæmt frétt Marca. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Miðvörðurinn David Alaba hefur verið lengi frá eða síðan í desember í fyrra, Daniel Carvajal sleit krossband í október og Éder Militão sleit nú síðast krossband 9. nóvember. Spænska stórblaðið Marca fjallar um málið og þá staðreynd að Real Madrid hafi fengið hundrað símtöl frá umboðsmönnum sem eru að bjóða leikmenn sína. Það dreymir marga knattspyrnumenn að spila með einu stærsta félagi heims. Það er líka ljóst að spænska stórliðinu vantar miðvörð og einn af þeim sem vildi endilega komast til Real Madrid var hinn 38 ára gamli Sergio Ramos. Samkvæmt frétt Marca þá hefur Ramos hringt mörgum sinnum í Real Madrid en alltaf fengið neitun. Ramos átti frábær ár með Real en hann spilaði með liðinu frá 2005 til 2021 og var á þeim tíma í hópi allra bestu miðvarða heims. Hann yfirgaf félagið eftir sextán ára í júní 2021 og samdi við þá við franska félagið Paris Saint-Germain. Á síðasta ári fór Ramos fór heim til Sevilla, uppeldisfélags síns, en eftir tímabilið var ljóst að hann yrði ekki áfram þar. Hann hefur verið án liðs síðan. Það væri falleg saga að sjá hann bjarga sínu gamla félagi í vandræðum sínum en það kemur ekki til greina hjá Real Madrid samkvæmt frétt Marca. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews)
Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira