Fótbolti

27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Wales fjölmenna á leikinn á morgun en sigur eða jafntefli á móti Íslandi kemur liðinu í umspil um sæti í A-deildinni.
Stuðningsmenn Wales fjölmenna á leikinn á morgun en sigur eða jafntefli á móti Íslandi kemur liðinu í umspil um sæti í A-deildinni. Getty/Ian Cook

Það verður vel mætt á leik Wales og Íslands í Þjóðadeildinni annað kvöld en þetta er úrslitaleikur um annað sætið riðilsins og sæti í umspilli um laust sæti í A-deild.

Það hafa þegar selst 27 þúsund miðar á leikinn en hann fer fram á Cardiff City Stadium.

Leikvangurinn tekur 33 þúsund manns í sæti og 280 betur.

Það mættu tæplega 29 þúsund á fyrsta heimaleik Wales í Þjóðadeildinni í ár sem var á móti Tyrklandi og endaði með markalausu jafntefli.

Það komu síðan rúmlega 27 þúsund manns á síðasta heimavelli þar sem Wales vann 1-0 sigur á Svartfellingum.

Wales er með níu stig eða tveimur stigum meira en Ísland. Heimamönnum nægir því jafntefli í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×