Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði á síðasta ári starfshópinn sem nú hefur skilað tillögum sínum til ráðherra.
Var hópnum falið að skoða hlutverk kolefnismarkaða í íslensku samhengi og leggja mat á helstu áskoranir og tækifæri sem og mögulegan ávinning af verkefnum sem framleitt geta slíkar einingar, auk þess að leggja mat á eftirfarandi:
- Kolefnismarkaði á grundvelli 6. gr. Parísarsamningsins
- Valkvæðan kolefnismarkað – þátttöku íslenskra fyrirtækja, framleiðslu, vottun o.fl.
- Kolefnismarkað og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum
- Verkefni á sviði föngunar og förgunar kolefnis og tengingu við alþjóðlega kolefnismarkaði
Starfshópinn skipuðu þau Jónas Friðrik Jónsson, formaður, Helga Barðadóttir, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Rafn Helgason, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu
Kynningin fer fram í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Hægt er að fylgjast með kynningunni í beinu streymi í spilaranum hér fyrir neðan.