Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 14:33 Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis til vinstri hér ásamt Tom Hanks. Zemeckis er meðal gesta á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic „Við erum með marga stóra erlenda gesti og það hefur aldrei verið svona mikið af stórum nöfnum. Það er margt að sjá og erfitt að velja hvað stendur upp úr,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í samtali við blaðamann en hann og Yrsa Sigurðardóttir eru forsprakkar bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir sem hefst með pompi og prakt í Reykjavík í kvöld. Meðal erlendra gesta hátíðarinnar er leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis. Hann hlaut Óskarinn fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Forrest Gump og hefur auk þess þess leikstýrt Back to the Future þríleiknum og framleitt og leikstýrt myndum á borð við Cast Away og Polar Express. „Við Yrsa erum spennt og þreytt eftir langan undirbúning og við ætlum að reyna að njóta,“ segir Ragnar fullur tilhlökkunar. Bróðir Díönu prinsessu meðal gesta Hátíðin hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið stærri. „Barnabókahöfundurinn og grínistinn David Walliams er að koma í annað skipti og það er auðvitað mikið tilhlökkunarefni að fá hann aftur. Síðast þegar hann kom mynduðust svo langar biðraðir að það náðu ekki allir að hitta á hann en hann vildi bæta úr því og koma aftur. Hann verður á laugardagskvöld í Fríkirkjunni sem ég held að verði alveg frábær stemning. Þetta er sömuleiðis lokaviðburður hátíðarinnar, við verðum með frábæran spyril sem er írskur sjónvarpsmaður og það verður líklega smá uppistands stemning þar sem má búast við miklum hlátri. Við erum sömuleiðis spennt að fá Charles Spencer, bróður Díönu prinsessu, en hann verður með viðburð á föstudaginn í Fríkirkjunni. Hann er auðvitað frægur fyrir sína fjölskyldu en er líka rithöfundur sem hefur skrifað frábærar bækur og það verður gaman að hitta hann.“ Ragnar Jónasson stendur fyrir bókmenntahátíðinni Iceland Noir ásamt Yrsu Sigurðardóttur og fleiri rithöfundum.Vísir/Vilhelm Kynntist Zemeckis hjónum í gegnum bækur sínar Meðal stærstu nafna hátíðarinnar er svo auðvitað leikstjórinn Robert Zemeckis og eiginkona hans, verðlaunahöfundurinn Leslie Zemeckis. „Ég hef aldrei hitt þau en ég kannast samt við konuna hans, hún hefur lesið bækurnar mínar og við höfum aðeins kynnst í gegnum það. Þannig kom þetta til, þau eru að koma í stutt tveggja daga stopp og verða í Fríkirkjunni á morgun. Ég er mjög spenntur að hitta hann, alveg stórkostlegur leikstjóri og örugglega eitt stærsta nafnið sem við höfum fengið. Að lokum verð ég að nefna Brendu Blethyn sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Veru eftir Ann Cleaves. Vera eru bækur og þættir sem eiga marga aðdáendur og þetta er einstakt tækifæri fyrir þá til þess að hitta leikstjórann og aðalleikkonuna,“ segir Ragnar að lokum. Hér má nálgast dagskrána fyrir Iceland Noir. Bókmenntahátíð Bókmenntir Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Meðal erlendra gesta hátíðarinnar er leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis. Hann hlaut Óskarinn fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Forrest Gump og hefur auk þess þess leikstýrt Back to the Future þríleiknum og framleitt og leikstýrt myndum á borð við Cast Away og Polar Express. „Við Yrsa erum spennt og þreytt eftir langan undirbúning og við ætlum að reyna að njóta,“ segir Ragnar fullur tilhlökkunar. Bróðir Díönu prinsessu meðal gesta Hátíðin hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið stærri. „Barnabókahöfundurinn og grínistinn David Walliams er að koma í annað skipti og það er auðvitað mikið tilhlökkunarefni að fá hann aftur. Síðast þegar hann kom mynduðust svo langar biðraðir að það náðu ekki allir að hitta á hann en hann vildi bæta úr því og koma aftur. Hann verður á laugardagskvöld í Fríkirkjunni sem ég held að verði alveg frábær stemning. Þetta er sömuleiðis lokaviðburður hátíðarinnar, við verðum með frábæran spyril sem er írskur sjónvarpsmaður og það verður líklega smá uppistands stemning þar sem má búast við miklum hlátri. Við erum sömuleiðis spennt að fá Charles Spencer, bróður Díönu prinsessu, en hann verður með viðburð á föstudaginn í Fríkirkjunni. Hann er auðvitað frægur fyrir sína fjölskyldu en er líka rithöfundur sem hefur skrifað frábærar bækur og það verður gaman að hitta hann.“ Ragnar Jónasson stendur fyrir bókmenntahátíðinni Iceland Noir ásamt Yrsu Sigurðardóttur og fleiri rithöfundum.Vísir/Vilhelm Kynntist Zemeckis hjónum í gegnum bækur sínar Meðal stærstu nafna hátíðarinnar er svo auðvitað leikstjórinn Robert Zemeckis og eiginkona hans, verðlaunahöfundurinn Leslie Zemeckis. „Ég hef aldrei hitt þau en ég kannast samt við konuna hans, hún hefur lesið bækurnar mínar og við höfum aðeins kynnst í gegnum það. Þannig kom þetta til, þau eru að koma í stutt tveggja daga stopp og verða í Fríkirkjunni á morgun. Ég er mjög spenntur að hitta hann, alveg stórkostlegur leikstjóri og örugglega eitt stærsta nafnið sem við höfum fengið. Að lokum verð ég að nefna Brendu Blethyn sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Veru eftir Ann Cleaves. Vera eru bækur og þættir sem eiga marga aðdáendur og þetta er einstakt tækifæri fyrir þá til þess að hitta leikstjórann og aðalleikkonuna,“ segir Ragnar að lokum. Hér má nálgast dagskrána fyrir Iceland Noir.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira