Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 14:46 Íslenska landsliðið endar í 2. eða 3. sæti síns riðils í B-deild Þjóðadeildar en samkvæmt reglum UEFA er dýrmætara að vinna riðil í D-deild, varðandi að komast í HM-umspilið. Getty/Filip Filipovic Þrátt fyrir að hafa spilað í D-deild Þjóðadeildarinnar er San Marínó nær því en Ísland að komast varaleiðina inn í umspilið um sæti á HM í Norður-Ameríku 2026. Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA lýkur í kvöld, þegar Ísland mætir Wales í Cardiff. Keppnin virkar einnig sem varaleið inn í HM-umspilið en Ísland á ekki lengur raunhæfa möguleika á að fara þá leið. Aðeins fjögur sæti eru í boði í HM-umspilinu, í gegnum Þjóðadeildina, og samkvæmt ákvörðun UEFA þá skiptir meira máli fyrir lið að vinna sinn riðil, burtséð frá því í hvaða deild þau spila, en að enda ofarlega í heildarstöðutöflunni. Þó að Ísland vinni Wales í kvöld og endi í 2. sæti síns riðils í B-deild er það sem sagt hærra metið hjá UEFA að vinna sinn riðil í D-deild, eins og San Marínó tókst að gera með tveimur sigrum gegn Liechtenstein - sínum fyrstu alvöru sigrum í sögunni. SAN MARINO FINISH FIRST IN THE UEFA NATIONS LEAGUE D GROUP 1 AND HAVE SECURED PROMOTION!! 🇸🇲ANOTHER WIN VS. LIECHTENSTEIN AND THEIR FIRST THREE-GOAL GAME IN HISTORY!WHAT A MOMENT FOR THE 210TH RANKED TEAM IN FIFA 👏 pic.twitter.com/GnDxyQrJT6— ESPN FC (@ESPNFC) November 18, 2024 Undankeppni HM 2026 hefst á næsta ári og verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum. Sigurlið hvers riðils kemst beint á HM en liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir bætast svo við fjögur lið í umspilið, út frá árangri í Þjóðadeildinni. Það verða lið sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en urðu ekki í 1.-2. sæti í sínum riðli í undankeppni HM. Einu liðin sem eru nú þegar örugg um að minnsta kosti sæti í umspili eru því liðin fjögur sem unnu sinn riðil í A-deild; Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Hins vegar má slá því föstu að þau endi jafnframt í 1.-2. sæti síns riðils í undankeppninni og þá verður horft til sigurvegara riðlanna í B-deild, því næst C-deild og loks í D-deild ef þess þarf. Þessi lið hafa því, ásamt fleirum, forgang fram yfir Ísland um sætin fjögur í HM-umspili sem fást í gegnum Þjóðadeildina: Sigurlið í A-deild: Portúgal, Frakkland, Þýskaland, Spánn. Sigurlið í B-deild: (Tékkland/Georg/Albanía, ræðst í dag), England, Noregur, Tyrkland. Sigurlið í C-deild: Svíþjóð, Rúmenía, Norður-Írland, Norður-Makedónía. Sigurlið í D-deild: San Marínó, Moldóva. Leið Ísland inn á HM felst því í því að vinna sinn riðil í undankeppninni á næsta ári, eða þá að ná 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni og komast áfram í gegnum umspilið sem fram fer í mars 2026. Dregið verður í undankeppni HM 13. desember.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira