Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2024 19:16 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki hafa rætt við landsliðsþjálfarann Age Hareide um framtíð hans í starfi. Staðan verði tekin eftir leik kvöldsins við Wales í Þjóðadeild karla. „Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
„Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira