„Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2024 21:58 Guðlaugur Victor var svekktur eftir tap kvöldsins. Stefan Ivanovic/Pixsell/MB Media/Getty Images Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður í liði Íslands, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap fyrir Wales í Cardiff í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Tapið var full stórt fyrir hans smekk. „Við byrjum leikinn mjög vel og erum mjög aggressívir. Við stöndum vel í blokkinni okkar, skorum mark og hefðum getað skorað fleiri,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Aron Guðmundsson í Cardiff. „Ég sé ekki alveg hvað gerist í fyrsta markinu en við bara gefum of mörg mörk í dag. Í seinni hálfleik förum við maður á mann, erum að sækja og fáum færi til að skora. Það er stutt á milli í þessu. Léleg mörk sem við fáum á okkur, við gefum þeim þau. Þegar við erum svona aggressívir einn á móti í einum í pressunni, og gerum mistök, þá er refsað fyrir þau,“ segir Guðlaugur enn fremur. „Við reyndum og erum að koma hingað gegn góðu liði. Það er bara ótrúlega stutt á milli í fótbolta sem sýndi sig í dag,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um hvort meiðsli Orra Steins Óskarssonar snemma leiks vildi Guðlaugur ekki kenna því um. „Við erum með flottan hóp, góðan hóp. Það kemur maður í manns stað. Ég ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga. Við erum lið og í dag töpuðum við sem lið,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um landsliðsgluggann í heild segir Guðlaugur: „Þetta endar náttúrulega mjög leiðinlega. Við ætluðum að enda þetta ár vel, við ætluðum að enda þetta með sigri og koma okkur í góða stöðu fyrir umspilið. Svona fór þetta. Núna fara allir í sín lið og við sjáumst á næsta ári.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
„Við byrjum leikinn mjög vel og erum mjög aggressívir. Við stöndum vel í blokkinni okkar, skorum mark og hefðum getað skorað fleiri,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Aron Guðmundsson í Cardiff. „Ég sé ekki alveg hvað gerist í fyrsta markinu en við bara gefum of mörg mörk í dag. Í seinni hálfleik förum við maður á mann, erum að sækja og fáum færi til að skora. Það er stutt á milli í þessu. Léleg mörk sem við fáum á okkur, við gefum þeim þau. Þegar við erum svona aggressívir einn á móti í einum í pressunni, og gerum mistök, þá er refsað fyrir þau,“ segir Guðlaugur enn fremur. „Við reyndum og erum að koma hingað gegn góðu liði. Það er bara ótrúlega stutt á milli í fótbolta sem sýndi sig í dag,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um hvort meiðsli Orra Steins Óskarssonar snemma leiks vildi Guðlaugur ekki kenna því um. „Við erum með flottan hóp, góðan hóp. Það kemur maður í manns stað. Ég ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga. Við erum lið og í dag töpuðum við sem lið,“ segir Guðlaugur. Aðspurður um landsliðsgluggann í heild segir Guðlaugur: „Þetta endar náttúrulega mjög leiðinlega. Við ætluðum að enda þetta ár vel, við ætluðum að enda þetta með sigri og koma okkur í góða stöðu fyrir umspilið. Svona fór þetta. Núna fara allir í sín lið og við sjáumst á næsta ári.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45 Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Sjá meira
X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Landinn hafði að venju sitt að segja um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem tapaði 4-1 fyrir Wales í lokaleik liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta ytra í kvöld. Að neðan er stiklað á stóru af samfélagsmiðlinum X. 19. nóvember 2024 21:45
Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. 19. nóvember 2024 21:42