Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,5 prósentustig, jafnmikið og stýrivextir Seðlabankans. Fastir vextir til fimm ára á óverðtryggðum húsnæðislánum lækka um 0,4 stig og til þriggja ára um 0,1 stig. Vextir á yfirdráttarlánum lækka einnig um 0,5 prósentustig.
Á sama tíma ætlar Íslandsbanki að hækka vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,2 prósentustig og breytilega vexti á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,3 stig.
Vextir bílalána og bílasamninga lækka um hálft prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir Ergo sömuleiðis. Óverðtryggði kjörvextir lækka um 0,5 stig en verðtryggðir hækka um 0,3 stig.
Á innlánum lækka vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum um 0,5 til 0,6 prósentustig en á verðtryggðum innlánum hækka þeir um allt að 0,3 stig.
Fréttin hefur verið uppfærð.