Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 9 prósent í 8,5 prósent. Þetta er önnur stýrivaxtalækkunin í röð. Seðlabankastjóri segir skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna mjög hratt og hagkerfið að kólna. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti ákvörðun sína í dag. Þetta er í annað skipti í röð sem vextirnir eru lækkaðir. Í síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru þeir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem það gerðist. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Á fundi Peningastefnunefndar kom fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hafi einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt minnkað og raunvextir því hækkað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinileg merki um kólnun í hagkerfinu. „Við erum að sjá mjög skýr merki um það er að hægjast á efnahagslífinu, verðbólga er að hjaðna og vinnumarkaður að kólna. Við sjáum skýr merki um að verðbólga er að hjaðna mjög hratt,“ segir Ásgeir. Verðbólguviðmið náist á næstu misserum Ásgeir er bjartsýnn á að verðbólguviðmið Seðlabankans náist á næstu misserum um 2,5 prósent verðbólgu. „Við erum að vona að á seinni hluta næsta árs getum við verið komin mjög nálægt markmiðum okkar,“ segir hann. Kosningar hafi ekki áhrif Kosningar eru eftir eina og hálfa viku 30. nóvember. Ásgeir segir að það hafi ekki komið til greina að fresta ákvörðun bankans fram yfir kosningar. „Það kom aldrei til greina. Seðlabankinn hefur sínar skyldur þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu síðan og við erum að sinna okkar starfi,“ segir hann. Aðspurður um hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi á verðbólguþróun svarar Ásgeir: „Það erfitt að leggja mat á það. Það er mjög jákvætt að verðbólga sé rædd í kosningabaráttu og að allir flokkar í framboði leggi áherslu á þetta mál sem ég er mjög ánægður með,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir erfitt að meta hvaða áhrif hugmyndir flokkanna um aðgerðir til að sporna við verðbólgu hafa í raun. „Ég veit það ekki. Við verðum bara að sjá, það er mjög eðlilegt þegar kosið að ákveðnar hugmyndir séu ræddar svo er það þjóðin sem ákveður,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Verðlag Íslenska krónan Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti ákvörðun sína í dag. Þetta er í annað skipti í röð sem vextirnir eru lækkaðir. Í síðustu stýrivaxtaákvörðun í byrjun október voru þeir lækkaðir um 25 punkta og var það í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 sem það gerðist. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,1% í október. Á fundi Peningastefnunefndar kom fram að hjöðnun verðbólgu sé á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hafi einnig minnkað. Þá hafa verðbólguvæntingar almennt minnkað og raunvextir því hækkað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinileg merki um kólnun í hagkerfinu. „Við erum að sjá mjög skýr merki um það er að hægjast á efnahagslífinu, verðbólga er að hjaðna og vinnumarkaður að kólna. Við sjáum skýr merki um að verðbólga er að hjaðna mjög hratt,“ segir Ásgeir. Verðbólguviðmið náist á næstu misserum Ásgeir er bjartsýnn á að verðbólguviðmið Seðlabankans náist á næstu misserum um 2,5 prósent verðbólgu. „Við erum að vona að á seinni hluta næsta árs getum við verið komin mjög nálægt markmiðum okkar,“ segir hann. Kosningar hafi ekki áhrif Kosningar eru eftir eina og hálfa viku 30. nóvember. Ásgeir segir að það hafi ekki komið til greina að fresta ákvörðun bankans fram yfir kosningar. „Það kom aldrei til greina. Seðlabankinn hefur sínar skyldur þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu síðan og við erum að sinna okkar starfi,“ segir hann. Aðspurður um hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda hafi á verðbólguþróun svarar Ásgeir: „Það erfitt að leggja mat á það. Það er mjög jákvætt að verðbólga sé rædd í kosningabaráttu og að allir flokkar í framboði leggi áherslu á þetta mál sem ég er mjög ánægður með,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir erfitt að meta hvaða áhrif hugmyndir flokkanna um aðgerðir til að sporna við verðbólgu hafa í raun. „Ég veit það ekki. Við verðum bara að sjá, það er mjög eðlilegt þegar kosið að ákveðnar hugmyndir séu ræddar svo er það þjóðin sem ákveður,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Alþingiskosningar 2024 Verðlag Íslenska krónan Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira