Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 08:02 Þórey Anna Ásgeirsdóttir í viðtali á HM fyrir ári síðan. Hlutverk hennar þar reyndist minna en hún vonaðist til og fannst hún verðskulda. VÍSIR Á meðan að liðsfélagar hennar til margra ára undirbúa sig núna fyrir fyrsta leik á EM, gegn Hollandi eftir níu daga, er Þórey Anna Ásgeirsdóttir ekki þar á meðal. Þessi frábæra handboltakona hefur verið ósátt við sitt hlutverk í landsliðinu og gefur ekki kost á sér. „Það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórey Anna í samtali við Vísi. Hún er frekar hikandi við að ræða ákvörðunina, sem hún tók fyrr á þessu ári, en segist þurfa að standa með sjálfri sér. Því fari fjarri að ástæðan sé sú að hún geti ekki fórnað tíma fyrir landsliðið. „Ég tók þessa ákvörðun út af hlutverki mínu innan liðsins. Ég átti samtal við landsliðsþjálfarann fyrir hálfu ári síðan og niðurstaðan úr því var að ég myndi ekki gefa kost á mér. Án þess að vilja fara út í smáatriði þá snýst þetta bara um það – hlutverk mitt innan liðsins,“ segir Þórey Anna. Þessi 27 ára, örvhenta hornakona hefur spilað 45 A-landsleiki, og skorað í þeim 50 mörk. Hún var með á HM fyrir ári síðan og nýtti færin sín einstaklega vel, því hún var með bestu skotnýtinguna af öllum leikmönnum mótsins. Þórey Anna nýtti 17 af 19 skotum sínum. Engu að síður var hlutverk hennar minna en hún vonaðist til, og fannst hún eiga skilið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur frekar treyst á nöfnu hennar, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem nú er einnig leikmaður hans hjá Fram þar sem Arnar gerðist aðstoðarþjálfari í sumar. Eftir ákvörðun Þóreyjar Önnu valdi Arnar Gróttukonuna Katrínu Önnu Ásmundsdóttur með Þóreyju Rósu í hægra hornið og fara þær tvær á EM. Snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að fórna tíma fyrir landsliðið Ákvörðun sína tók Þórey Anna eftir leikina við Svía um mánaðamótin febrúar-mars, eftir að hafa einnig verið óánægð með hlutskipti sitt á HM og fyrr á landsliðsferlinum. „Ég er þá aðallega að tala um hlutverk mitt innan liðsins. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að gefa tíma minn í landsliðið. Ég er með frábært bakland og góða vinnuveitendur sem hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér varðandi handboltann. Málið er því ekki að ég sé ekki tilbúin að fórna tímanum mínum í þetta. Einhvern veginn hefur það verið þannig að sama hvernig frammistöðu maður hefur sýnt þá hefur það ekki skilað manni neinu. Ég upplifi það þannig, en það getur vel verið að þjálfarinn sjái það allt öðruvísi.“ segir Þórey Anna. „Þessi ákvörðun var mjög erfið“ Hún spilar eins og flestir leikmenn íslenska landsliðsins í Olís-deildinni hér á landi og er þar þriðja markahæst með 7,1 mark að meðaltali í leik, og bestu nýtinguna af þeim leikmönnum sem skora að meðaltali tvö mörk eða meira í leik, eða 85,3 prósent. Þórey Anna ítrekar að það sé ekki gert af neinni léttúð að segja skilið við landsliðið: „Þessi ákvörðun var mjög erfið og alls ekki tekin í neinum flýti. Maður verður að standa og falla með sínum ákvörðunum en ég ætla ekki að ljúga neinu um það að að sjálfsögðu væri gaman að vera þarna og berjast með stelpunum. Ég óska þeim alls hins besta á EM og vona að þeim gangi mjög vel.“ Útilokar ekki að snúa aftur En gæti afstaða Þóreyjar Önnu breyst, á meðan að Arnar er enn landsliðsþjálfari? „Hvað landsliðið varðar þá verður þetta bara að koma í ljós. Maður á aldrei að loka neinum dyrum og ég mun bara meta það eftir því sem tíminn líður. Auðvitað er ég svekkt yfir þessu og hefði alveg viljað taka þátt á EM, en maður verður að standa með sjálfum sér og sínum ákvörðunum.“ EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
„Það var mjög erfitt að taka þessa ákvörðun,“ segir Þórey Anna í samtali við Vísi. Hún er frekar hikandi við að ræða ákvörðunina, sem hún tók fyrr á þessu ári, en segist þurfa að standa með sjálfri sér. Því fari fjarri að ástæðan sé sú að hún geti ekki fórnað tíma fyrir landsliðið. „Ég tók þessa ákvörðun út af hlutverki mínu innan liðsins. Ég átti samtal við landsliðsþjálfarann fyrir hálfu ári síðan og niðurstaðan úr því var að ég myndi ekki gefa kost á mér. Án þess að vilja fara út í smáatriði þá snýst þetta bara um það – hlutverk mitt innan liðsins,“ segir Þórey Anna. Þessi 27 ára, örvhenta hornakona hefur spilað 45 A-landsleiki, og skorað í þeim 50 mörk. Hún var með á HM fyrir ári síðan og nýtti færin sín einstaklega vel, því hún var með bestu skotnýtinguna af öllum leikmönnum mótsins. Þórey Anna nýtti 17 af 19 skotum sínum. Engu að síður var hlutverk hennar minna en hún vonaðist til, og fannst hún eiga skilið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur frekar treyst á nöfnu hennar, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem nú er einnig leikmaður hans hjá Fram þar sem Arnar gerðist aðstoðarþjálfari í sumar. Eftir ákvörðun Þóreyjar Önnu valdi Arnar Gróttukonuna Katrínu Önnu Ásmundsdóttur með Þóreyju Rósu í hægra hornið og fara þær tvær á EM. Snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að fórna tíma fyrir landsliðið Ákvörðun sína tók Þórey Anna eftir leikina við Svía um mánaðamótin febrúar-mars, eftir að hafa einnig verið óánægð með hlutskipti sitt á HM og fyrr á landsliðsferlinum. „Ég er þá aðallega að tala um hlutverk mitt innan liðsins. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta snýst ekki um að ég sé ekki tilbúin að gefa tíma minn í landsliðið. Ég er með frábært bakland og góða vinnuveitendur sem hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér varðandi handboltann. Málið er því ekki að ég sé ekki tilbúin að fórna tímanum mínum í þetta. Einhvern veginn hefur það verið þannig að sama hvernig frammistöðu maður hefur sýnt þá hefur það ekki skilað manni neinu. Ég upplifi það þannig, en það getur vel verið að þjálfarinn sjái það allt öðruvísi.“ segir Þórey Anna. „Þessi ákvörðun var mjög erfið“ Hún spilar eins og flestir leikmenn íslenska landsliðsins í Olís-deildinni hér á landi og er þar þriðja markahæst með 7,1 mark að meðaltali í leik, og bestu nýtinguna af þeim leikmönnum sem skora að meðaltali tvö mörk eða meira í leik, eða 85,3 prósent. Þórey Anna ítrekar að það sé ekki gert af neinni léttúð að segja skilið við landsliðið: „Þessi ákvörðun var mjög erfið og alls ekki tekin í neinum flýti. Maður verður að standa og falla með sínum ákvörðunum en ég ætla ekki að ljúga neinu um það að að sjálfsögðu væri gaman að vera þarna og berjast með stelpunum. Ég óska þeim alls hins besta á EM og vona að þeim gangi mjög vel.“ Útilokar ekki að snúa aftur En gæti afstaða Þóreyjar Önnu breyst, á meðan að Arnar er enn landsliðsþjálfari? „Hvað landsliðið varðar þá verður þetta bara að koma í ljós. Maður á aldrei að loka neinum dyrum og ég mun bara meta það eftir því sem tíminn líður. Auðvitað er ég svekkt yfir þessu og hefði alveg viljað taka þátt á EM, en maður verður að standa með sjálfum sér og sínum ákvörðunum.“
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita