Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 11:50 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig. Í fréttatilkynningu frá segir að lækkun á vöxtum á yfirdrætti og sparibaukum taki gildi 3. desember næstkomandi en á debetreikningi þann 21. janúar 2025. Breytingarnar séu eftirfarandi: Debetreikningar: Lækka um 1,00 prósentustig, niður í 2,75%. Sparibaukar: Lækka um 0,50 prósentustig niður í 7,60%. Yfirdráttur í niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 13,50%. Yfirdráttur án niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 15,50%. Vilja koma til móts við heimilin Haft er eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó, að ákvörðunin um að lækka yfirdráttarvexti meira en sem nemur lækkun meginvaxta Seðlabankans sýni skýran vilja sparisjóðsins til að styðja við íslensk heimili. „Við fögnum því að Seðlabankinn hafi lækkað meginvexti tvisvar í röð. Við höfum ákveðið að taka enn stærra skref með því að lækka útlánavexti meira en sem nemur lækkun Seðlabankans og taka þannig stöðu með heimilum. Þetta er sérstaklega mikilvægt í aðdraganda jóla þegar útgjöld heimila eru oft há.“ Þurfa samt að lækka innlánsvexti meira Til að mæta þessari lækkun á útlánavöxtum hafi jafnframt verið nauðsynlegt að lækka vexti á veltiinnlánum meira en stýrivextir lækkuðu. „Við teljum mikilvægt að vaxtabyrði heimila lækki með skýrum og merkjanlegum hætti. Með þessu getum við boðið enn hagstæðari lánakjör og leggjum áherslu á að lækka vexti á debetreikningum frekar en á sparibaukum. Þannig viljum við hvetja áfram til sparnaðar á sama tíma og við lækkum vaxtabyrði af lánunum.“ Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá segir að lækkun á vöxtum á yfirdrætti og sparibaukum taki gildi 3. desember næstkomandi en á debetreikningi þann 21. janúar 2025. Breytingarnar séu eftirfarandi: Debetreikningar: Lækka um 1,00 prósentustig, niður í 2,75%. Sparibaukar: Lækka um 0,50 prósentustig niður í 7,60%. Yfirdráttur í niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 13,50%. Yfirdráttur án niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 15,50%. Vilja koma til móts við heimilin Haft er eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó, að ákvörðunin um að lækka yfirdráttarvexti meira en sem nemur lækkun meginvaxta Seðlabankans sýni skýran vilja sparisjóðsins til að styðja við íslensk heimili. „Við fögnum því að Seðlabankinn hafi lækkað meginvexti tvisvar í röð. Við höfum ákveðið að taka enn stærra skref með því að lækka útlánavexti meira en sem nemur lækkun Seðlabankans og taka þannig stöðu með heimilum. Þetta er sérstaklega mikilvægt í aðdraganda jóla þegar útgjöld heimila eru oft há.“ Þurfa samt að lækka innlánsvexti meira Til að mæta þessari lækkun á útlánavöxtum hafi jafnframt verið nauðsynlegt að lækka vexti á veltiinnlánum meira en stýrivextir lækkuðu. „Við teljum mikilvægt að vaxtabyrði heimila lækki með skýrum og merkjanlegum hætti. Með þessu getum við boðið enn hagstæðari lánakjör og leggjum áherslu á að lækka vexti á debetreikningum frekar en á sparibaukum. Þannig viljum við hvetja áfram til sparnaðar á sama tíma og við lækkum vaxtabyrði af lánunum.“
Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira