Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 12:31 Eins og sjá má var boltinn kominn í netið á marki Sviss áður en tíminn í útsendingunni var runninn út. Klukkan þar virðist hafa verið sekúndubrotum á undan klukkunni í höllinni í Möhlin. Skjáskot/Youtube Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta voru skiljanlega svekktar þegar í ljós kom að lokamark liðsins gegn Sviss í gær fengi ekki að standa. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar um 45 sekúndur voru eftir en Katrín Anna Ásmundsdóttir náði þá að minnka muninn í eitt mark. Svisslendingar, vel studdir af heimafólki í Möhlin, fóru svo í sókn sem endaði með því að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði skot af línunni. Íslenska liðið hafði þá enn um tólf sekúndur til að fara fram og ná jöfnunarmarki. Ýmsir héldu að það hefði tekist þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði, og eins og myndin hér að ofan sýnir var boltinn kominn í netið áður en leiktíminn rann út í vefútsendingu svissneska handboltasambandsins. Markið má líka sjá í upptökunni hér að neðan. Hins vegar virðist tíminn í útsendingunni hafa verið einhverjum sekúndubrotum á undan klukkunni á vellinum, og í útsendingunni heyrist lokaflautið rétt áður en að boltinn lendir í markinu, þó að enn standi þá 59:59 á klukkunni í útsendingunni. Vissulega var aðeins um vináttulandsleik að ræða, þann fyrri af tveimur við Sviss áður en alvaran tekur við á EM næsta föstudag, en leikmenn íslenska liðsins voru þó vonsviknir þegar dómararnir dæmdu markið af. Íslenska liðið var þá búið að fagna lítillega því að hafa jafnað metin, en leikmenn beggja liða greinilega óvissir um hvort markið fengi að standa. Eftir að dómarar leiksins höfðu ráðfært sig við sitt aðstoðarfólk á ritaraborðinu var niðurstaðan sú að mark Theu fengi ekki að standa og Svisslendingar stigu sigurdans. Ísland fær annað tækifæri á morgun til að leggja Sviss að velli en fyrsti leikur á EM er svo við Hollendinga næsta föstudag. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar um 45 sekúndur voru eftir en Katrín Anna Ásmundsdóttir náði þá að minnka muninn í eitt mark. Svisslendingar, vel studdir af heimafólki í Möhlin, fóru svo í sókn sem endaði með því að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði skot af línunni. Íslenska liðið hafði þá enn um tólf sekúndur til að fara fram og ná jöfnunarmarki. Ýmsir héldu að það hefði tekist þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði, og eins og myndin hér að ofan sýnir var boltinn kominn í netið áður en leiktíminn rann út í vefútsendingu svissneska handboltasambandsins. Markið má líka sjá í upptökunni hér að neðan. Hins vegar virðist tíminn í útsendingunni hafa verið einhverjum sekúndubrotum á undan klukkunni á vellinum, og í útsendingunni heyrist lokaflautið rétt áður en að boltinn lendir í markinu, þó að enn standi þá 59:59 á klukkunni í útsendingunni. Vissulega var aðeins um vináttulandsleik að ræða, þann fyrri af tveimur við Sviss áður en alvaran tekur við á EM næsta föstudag, en leikmenn íslenska liðsins voru þó vonsviknir þegar dómararnir dæmdu markið af. Íslenska liðið var þá búið að fagna lítillega því að hafa jafnað metin, en leikmenn beggja liða greinilega óvissir um hvort markið fengi að standa. Eftir að dómarar leiksins höfðu ráðfært sig við sitt aðstoðarfólk á ritaraborðinu var niðurstaðan sú að mark Theu fengi ekki að standa og Svisslendingar stigu sigurdans. Ísland fær annað tækifæri á morgun til að leggja Sviss að velli en fyrsti leikur á EM er svo við Hollendinga næsta föstudag.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira