Logi Einarsson og Kristrún Frostadóttir voru fulltrúar Samfylkingarinnar en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í kosningakvissinu sem sýnt var í skemmtiþætti Stöðvar 2 á kosningakvöld.
Liðin fengu að spreyta sig í flokki frægra lína og að lokum var lögð fyrir þau myndagáta. Tvö stig voru í boði fyrir hvert rétt svar þar sem andstæðingur gat stolið stigi. Flokkarnir sem voru í boði og liðin fengu að velja úr voru: Peningar, Ástin, Kosningaslagorð og Lady Gaga og Bradley Cooper. Sjón er sögu ríkari.