Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 10:52 Ásgeir Örn Hallgrímsson og hans menn hjá Haukum unnu stórsigur gegn ÍBV en nú hafa þeir verið dæmdir út úr bikarkeppninni. vísir/anton ÍBV hefur verið dæmdur 10-0 sigur í leiknum gegn Haukum fyrir rúmri viku, í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. ÍBV verður því í skálinni í hádeginu þegar dregið verður í 8-liða úrslit keppninnar en þó ber að hafa í huga að Haukar hafa nú þriggja daga frest til að áfrýja dómi Dómstóls HSÍ. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu þeir áfrýja dómnum. Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins, sem Haukar segja að hafi hafist seinna en ella vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Allir voru þó mættir rétt rúmum klukkutíma fyrir leik og voru leikskýrslur slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandamál við útprentun leikskýrslu Illa gekk hins vegar að prenta út skýrslu til yfirferðar. Þegar það hafðist var minna en klukkutími til leiks. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Hann breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. Nú er niðurstaðan sú að ÍBV hefur verið dæmdur sigur en eins og fyrr segir ætla Haukar að áfrýja dómnum. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu, í 8-liða úrslit. Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ Snúist um hvort skýrsla hafi verið tilbúin þegar tæknifundi lauk Í viðtali við Vísi á sunnudag sagði Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, að í sínum huga væri málið „algjör þvæla“. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ sagði Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ sagði Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ sagði Andri. Hafi mátt vita að óheimilt væri að gera breytingar Andri spyr sig jafnframt hvað gerist þá ef að til dæmis ferð seinki hjá Herjólfi, svo að lið sé ekki mætt á leikstað klukkutíma fyrir leik, en í úrskurði Dómstóls HSÍ segir að slíkar vangaveltur breyti ekki þeirri staðreynd að fyrir þennan bikarleik hafi verið hægt að staðfesta leikskýrslur tímanlega. Í dómnum segir: „Ekki verður séð að lög, reglugerðir eða handbækur HSÍ geymi leiðbeiningar um afleiðingar þess ef óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir að tæknifundur verði haldinn með þeim hætti sem lýst er í 7. gr. reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót. Þar af leiðandi er ekki loku fyrir það skotið bregðast þurfi við með sérstökum hætti ef aðstandendum leikja er af einhverjum ástæðum ókleift að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar um form og efni tæknifundar. Slíkar aðstæður verða þó ekki taldar vera uppi í þessu máli. Óumdeilt er að kl. 14:57 í síðasta lagi [leikurinn hófst klukkan 16:00] hafi bæði kærandi og kærði verið í aðstöðu til að staðfesta leikskýrslur í forritinu „HB ritari“, enda slógu þá forráðamenn beggja aðila inn „pin“ númer sín í forritið. Báðum aðilum var því kleift að gera breytingar á leikskýrslu meira en 60 mínútum fyrir leik og máttu báðir aðilar vita að eftir það tímamark var óheimilt að gera á þeim breytingar. Þar sem óumdeilt er að kærði gerði breytingar á leikskýrslu sinni þegar minna en 60 mínútur voru til leiks verður að telja að þær breytingar hafi verið óheimilar. Þar af leiðandi hafi kærða verið óheimilt að nota leikmann nr. 84, Andra Fannar Róbertsson, í leiknum. Óumdeilt er að leikmaðurinn tók þátt í leiknum.“ Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
ÍBV verður því í skálinni í hádeginu þegar dregið verður í 8-liða úrslit keppninnar en þó ber að hafa í huga að Haukar hafa nú þriggja daga frest til að áfrýja dómi Dómstóls HSÍ. Samkvæmt upplýsingum Vísis munu þeir áfrýja dómnum. Haukar unnu leikinn 37-29 en Eyjamenn kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins, sem Haukar segja að hafi hafist seinna en ella vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Allir voru þó mættir rétt rúmum klukkutíma fyrir leik og voru leikskýrslur slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Vandamál við útprentun leikskýrslu Illa gekk hins vegar að prenta út skýrslu til yfirferðar. Þegar það hafðist var minna en klukkutími til leiks. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Hann breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. Nú er niðurstaðan sú að ÍBV hefur verið dæmdur sigur en eins og fyrr segir ætla Haukar að áfrýja dómnum. Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið verður í hádeginu, í 8-liða úrslit. Í leikjahandbók sem HSÍ gaf út fyrir tímabilið segir um tæknifundi: „Á þeim fundi skal leikskýrsla vera tilbúin til yfirferðar í HB ritara. Ekki er heimilt að bæta við leikmönnum eða breyta leikskýrslu á nokkurn hátt minna en 60 mínútum fyrir leik og geta breytingar eftir það leitt til kæru á framkvæmd leiksins, sjá nánar í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót.“ Og í reglugerðinni um handknattleiksmót segir: „Leikskýrsla í meistaraflokki skal liggja fyrir eigi síðar en 60 mínútum fyrir leik og eftir þann tíma er óheimilt að gera breytingar á henni.“ Snúist um hvort skýrsla hafi verið tilbúin þegar tæknifundi lauk Í viðtali við Vísi á sunnudag sagði Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, að í sínum huga væri málið „algjör þvæla“. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ sagði Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ sagði Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ sagði Andri. Hafi mátt vita að óheimilt væri að gera breytingar Andri spyr sig jafnframt hvað gerist þá ef að til dæmis ferð seinki hjá Herjólfi, svo að lið sé ekki mætt á leikstað klukkutíma fyrir leik, en í úrskurði Dómstóls HSÍ segir að slíkar vangaveltur breyti ekki þeirri staðreynd að fyrir þennan bikarleik hafi verið hægt að staðfesta leikskýrslur tímanlega. Í dómnum segir: „Ekki verður séð að lög, reglugerðir eða handbækur HSÍ geymi leiðbeiningar um afleiðingar þess ef óviðráðanlegar aðstæður koma í veg fyrir að tæknifundur verði haldinn með þeim hætti sem lýst er í 7. gr. reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót. Þar af leiðandi er ekki loku fyrir það skotið bregðast þurfi við með sérstökum hætti ef aðstandendum leikja er af einhverjum ástæðum ókleift að uppfylla ákvæði reglugerðarinnar um form og efni tæknifundar. Slíkar aðstæður verða þó ekki taldar vera uppi í þessu máli. Óumdeilt er að kl. 14:57 í síðasta lagi [leikurinn hófst klukkan 16:00] hafi bæði kærandi og kærði verið í aðstöðu til að staðfesta leikskýrslur í forritinu „HB ritari“, enda slógu þá forráðamenn beggja aðila inn „pin“ númer sín í forritið. Báðum aðilum var því kleift að gera breytingar á leikskýrslu meira en 60 mínútum fyrir leik og máttu báðir aðilar vita að eftir það tímamark var óheimilt að gera á þeim breytingar. Þar sem óumdeilt er að kærði gerði breytingar á leikskýrslu sinni þegar minna en 60 mínútur voru til leiks verður að telja að þær breytingar hafi verið óheimilar. Þar af leiðandi hafi kærða verið óheimilt að nota leikmann nr. 84, Andra Fannar Róbertsson, í leiknum. Óumdeilt er að leikmaðurinn tók þátt í leiknum.“
Powerade-bikarinn Haukar ÍBV Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn