Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:32 Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ. Vísir/vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað. Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 4,8 prósent. Hún hefur ekki verið lægri síða í október 2021, þegar hún var síðast undir fimm prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir þessa hjöðnun í takt við spár sambandsins. „Þetta er svona sirkabát á þeim stað sem við bjuggumst við. Og ég held að þessi gangur verði áfram, að verðbólgan lækki. Þannig að þetta er allt saman í rétta átt, að okkar mati,“ segir Finnbjörn. Stýrivextir standa í 8,5 prósentum eftir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði þá um 50 punkta 20. nóvember síðastliðinn. Með hjöðnun verðbólgu eykst munur milli hennar og stýrivaxta enn frekar og þar með hækka raunvextir. Raunvaxtastigið með því hæsta í langan tíma Það er einmitt vegna hárra raunvaxta sem viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á verðtryggðum lánum, í slíku umhverfi er dýrara fyrir bankana að fjármagna verðtryggðu lánin en áður. Næsta stýrivaxtaákvörðun er ekki fyrr en í febrúar. Finnbjörn hvetur Seðlabankann til þess að lækka vexti fyrr. „Þetta sýnir okkur að það er enn hærra raunvaxtastig í landinu heldur en var fyrir þessa mælingu. Við teljum að það sé alveg tilefni til aukafundar hjá Seðlabankanum til að halda áfram með þetta lækkunarferli. Við erum enn þeirrar skoðunar að Seðlabankinn brást of seint við, hann átti að vera kominn neðar,“ segir Finnbjörn. „Raunvaxtastigið í landinu er með því hæsta sem gerst hefur í langan tíma. Og ég held að þetta sé hæsta raunvaxtastig í Evrópu.“ Finnbjörn vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann segir það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“ Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43 Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 4,8 prósent. Hún hefur ekki verið lægri síða í október 2021, þegar hún var síðast undir fimm prósentum. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands segir þessa hjöðnun í takt við spár sambandsins. „Þetta er svona sirkabát á þeim stað sem við bjuggumst við. Og ég held að þessi gangur verði áfram, að verðbólgan lækki. Þannig að þetta er allt saman í rétta átt, að okkar mati,“ segir Finnbjörn. Stýrivextir standa í 8,5 prósentum eftir að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði þá um 50 punkta 20. nóvember síðastliðinn. Með hjöðnun verðbólgu eykst munur milli hennar og stýrivaxta enn frekar og þar með hækka raunvextir. Raunvaxtastigið með því hæsta í langan tíma Það er einmitt vegna hárra raunvaxta sem viðskiptabankarnir hafa hækkað vexti á verðtryggðum lánum, í slíku umhverfi er dýrara fyrir bankana að fjármagna verðtryggðu lánin en áður. Næsta stýrivaxtaákvörðun er ekki fyrr en í febrúar. Finnbjörn hvetur Seðlabankann til þess að lækka vexti fyrr. „Þetta sýnir okkur að það er enn hærra raunvaxtastig í landinu heldur en var fyrir þessa mælingu. Við teljum að það sé alveg tilefni til aukafundar hjá Seðlabankanum til að halda áfram með þetta lækkunarferli. Við erum enn þeirrar skoðunar að Seðlabankinn brást of seint við, hann átti að vera kominn neðar,“ segir Finnbjörn. „Raunvaxtastigið í landinu er með því hæsta sem gerst hefur í langan tíma. Og ég held að þetta sé hæsta raunvaxtastig í Evrópu.“ Finnbjörn vill ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að Seðlabankinn verði við ákalli um aukafund. En hann segir það vissulega ekki algengt að boðað sé til slíkra funda. „Þeir hafa gert það þegar þeir hafa þurft að hækka vexti. Þeir eru seinni til þegar kemur að lækkunum.“
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01 „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43 Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. 22. nóvember 2024 19:01
„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. 22. nóvember 2024 13:43
Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Í hádegisfréttum verður fjallað um þá ákvörðun Peningastefnunefndar að lækka stýrivexti Seðlabankans í morgun. 20. nóvember 2024 11:30