Þetta er meðal þess sem fram kemur í tíunda og seinasta þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt serkari sósu. Mummi hefur búið víða, bæði í Bandaríkjunum og í Rússlandi svo fátt eitt sé nefnt. Hann finnur vel fyrir vængjunum og þarf að taka á hinum stóra sínum í þættinum.
Mummi segist ekki stressaður vegna fylgis flokksins, ræðir stjórnarslitin í hóstakasti vegna sósunnar og nefnir þingmanninn sem hann myndi sakna mest detti hann út af þingi. Hann segir frá koddahjalinu sínu, ræðir eigin sambandsstöðu, svarar hraðaspurningum þar sem hann þarf að velja á milli Katrínar Jakobsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur og fer svo í puttastríð svo fátt eitt sé nefnt.
Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2 +.