Auðir og ógildir með kosningakaffi Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. nóvember 2024 18:54 Snæbjörn Brynjarsson var einu sinni varaþingmaður Pírata en sagði af sér árið 2019 eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur á Kaffibarnum. Nú er hann óháður og skilar jafnvel auðu eða ógildu. Kosningakaffi fyrir auða og ógilda verður haldið í Tjarnarbíó á morgun frá fjögur til sex. Boðið verður upp á vöfflur og barmmerki eins og um alvöru stjórnmálahreyfingu sé að ræða. Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, kveðst hafa orðið „afar ergilegur“ þegar hann frétti að það yrðu kosningar á afmælisdaginn hans. „Ekki nóg með að þessir stjórnmálaflokkar geti ekki unnið saman og þurfi að halda kosningar í skítaveðri um miðjan vetur, þeir þurfa að gera það einmitt þegar ég á stórafmæli á laugardegi,“ segir hann. Hann ákvað því að hætta við að leigja stóran veislusal og í staðinn bjóða allri þjóðinni upp á vöfflur í nafni þeirra sem skila auðum eða ógildum kjörseðlun. „Allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa eða halda jafnvel að þeir hafi óvart klúðrað atkvæðagreiðslunni einhvern veginn,“ segir hann. Þess ber að geta að Snæbjörn var eitt sinn varaþingmaður Pírata en sagði af sér eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur, þáverandi blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum. Ekki hvatning um að kjósa ekki Snæbjörn segir hugmyndina með vöfflukaffinu ekki vera að hvetja fólk til að kjósa ekki. „Mér fannst bara sanngjarnt að allir fengju sitt kosningakaffi. Líka þeir sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk eða kunna ekki með atkvæði að fara. Þessi hópur stækkar í hverjum kosningum og það er lítið sem ekkert hlustað á okkur,“ segir hann. Snæbjörn hefur auk þess ákveðið að taka að sér að vera talsmaður þessa hóps. Hann segir hópinn geta verið með hverjum sem er í stjórn og stjórnarandstöðu. Það eina sem hópurinn sé sammála um sé „að við værum til í að sjá færri þingmenn og færri ráðherra á næsta kjörtímabili.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Sjá meira
Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, kveðst hafa orðið „afar ergilegur“ þegar hann frétti að það yrðu kosningar á afmælisdaginn hans. „Ekki nóg með að þessir stjórnmálaflokkar geti ekki unnið saman og þurfi að halda kosningar í skítaveðri um miðjan vetur, þeir þurfa að gera það einmitt þegar ég á stórafmæli á laugardegi,“ segir hann. Hann ákvað því að hætta við að leigja stóran veislusal og í staðinn bjóða allri þjóðinni upp á vöfflur í nafni þeirra sem skila auðum eða ógildum kjörseðlun. „Allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa eða halda jafnvel að þeir hafi óvart klúðrað atkvæðagreiðslunni einhvern veginn,“ segir hann. Þess ber að geta að Snæbjörn var eitt sinn varaþingmaður Pírata en sagði af sér eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur, þáverandi blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum. Ekki hvatning um að kjósa ekki Snæbjörn segir hugmyndina með vöfflukaffinu ekki vera að hvetja fólk til að kjósa ekki. „Mér fannst bara sanngjarnt að allir fengju sitt kosningakaffi. Líka þeir sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk eða kunna ekki með atkvæði að fara. Þessi hópur stækkar í hverjum kosningum og það er lítið sem ekkert hlustað á okkur,“ segir hann. Snæbjörn hefur auk þess ákveðið að taka að sér að vera talsmaður þessa hóps. Hann segir hópinn geta verið með hverjum sem er í stjórn og stjórnarandstöðu. Það eina sem hópurinn sé sammála um sé „að við værum til í að sjá færri þingmenn og færri ráðherra á næsta kjörtímabili.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Sjá meira