Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2024 07:00 Arne Slot og lærisveinar hans í Liverpool eru með níu stiga forskot á toppi ensku deildarinnar. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Arne Slot, þjálfari Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir öruggan 2-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í gær. Hann biður fólk í kringum liðið þó að halda sér á jörðinni. Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum. Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira