„Þá rennur stressið af manni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 20:30 Andstæðingarnir eiga til að lenda í því að hanga í Elínu vegna gríðarlegs hraða hennar sem hún hefur sýnt óspart í Innsbruck hingað til. Henk Seppen/BSR Agency/Getty Images Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck. „Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira
„Þetta var bara alveg æðislegt. Ótrúleg upplifun, stúkan var geggjuð, stelpurnar frábærar og bara ótrúlega gaman,“ segir Elín Klara um sigurinn á Úkraínu í gærkvöld sem var sá fyrsti sem íslenskt kvennalið vinnur á Evrópumóti. „Mér leið mjög vel og fannst við alveg vera með þær. Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara frábær. Við náðum að keyra vel yfir þær sem við náðum kannski ekki að gera alveg eins vel í seinni. En við vorum alltaf að fara að klára þetta,“ segir Elín Klara. Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti en missti aðeins tökin eftir því sem leið á. Það hleypti Úkraínu inn í leikinn sem varð þó aldrei almennilega spennandi. „Það var kannski eins og við værum aðeins farnar að verja þetta. Svo bara héldum við áfram og kláruðum þetta. Sigldum þessu heim,“ segir Elín. Elín Klara er á sínu fyrsta stórmóti en hún meiddist rétt fyrir HM í fyrra og missti því af þeirri ferð. Hún nýtur sín vel. „Það er ótrúlega gaman. Það er frábær aðstaða, allt í toppklassa. Umgjörðin og allt í kringum þetta er ótrúlega gaman. Geggjuð upplifun,“ segir Elín sem segir stressið fara minnkandi með hverjum deginum. „Þetta er allt mjög stórt en maður náði svolítið að venjast því eftir fyrsta leik og strax þægilegra í leik tvö. Það var extra mikill fiðringur fyrir fyrsta leik. Svo er maður kominn inn á völlinn og byrjaður að hita upp og svona. Þá rennur stressið af manni,“ segir Elín. Næst er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland, þökk sé sigri gærkvöldsins. Annað liðanna tveggja fer í milliriðil en hitt heim. „Algjörlega. Okkar markmið var að ná þessum sigri. Við náðum því og erum virkilega stoltar. Núna er það næsta verkefni og við hugum að því núna. Þetta er feykilega sterkt lið og við þurfum toppleik til að klára þetta,“ segir Elín Klara. Klippa: Allt í toppklassa Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Sjá meira