Hinn 39 ára Ashley Young er enn að og spilar reglulega fyrir Everton. Sonur hans, hinn átján ára Tyler, spilar hins vegar með Peterborough.
Tyler er uppalinn hjá Arsenal en gekk í raðir Peterborough í sumar og skrifaði undir eins árs samning við félagið.
Tyler hefur leikið einn leik fyrir Peterborough á tímabilinu, gegn Stevenage í deildabikarnum.
Ashley hefur aftur á móti spilað þrettán leiki fyrir Everton í vetur, þar af ellefu í ensku úrvalsdeildinni.