Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 19:17 Tiger Woods var léttur í bragði á blaðamannafundi á Bahamaeyjum. Getty/Kevin C. Cox Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segist enn hafa eldmóðinn til þess að keppa, þrátt fyrir ítrekuð meiðsli en ljóst er að hann fer meiddur inn í nýtt ár. Woods hefur unnið fimmtán risamót á einstökum ferli sínum en þessi 48 ára kylfingur hefur ekki keppt síðan á The Open í júlí. Það var þriðja risamótið í röð þar sem honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þrátt fyrir ítrekuð meiðsli er Woods ekki hættur að keppa. „Ég er ekki enn kominn á þann stað aftur að vera klár í keppni. Þegar ég get aftur keppt á efsta stigi þá mun ég gera það,“ sagði Woods á Hero World Challenge á Bahamaeyjum. „Ég hef enn eldmóðinn til að keppa. Eini munurinn er að líkaminn jafnar sig ekki með sama hætti og áður,“ sagði Woods. Woods fór í bakaðgerð í september, í sjötta sinn, en bakmeiðsli hans hafa valdið honum verk í fæti. „Ég hélt að bakið færi ekki eins og það gerði á þessu ári. Þetta var ansi sársaukafullt undir lokin og ég þurfti aðgerð til að draga úr sársaukanum sem leiddi niður í fótinn. Mér finnst eins og ég sé að verða sterkari, ég er að verða liðugri, en ég enn langt í land með að geta keppt á móti þessum mönnum,“ sagði Woods. Golf Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Woods hefur unnið fimmtán risamót á einstökum ferli sínum en þessi 48 ára kylfingur hefur ekki keppt síðan á The Open í júlí. Það var þriðja risamótið í röð þar sem honum mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þrátt fyrir ítrekuð meiðsli er Woods ekki hættur að keppa. „Ég er ekki enn kominn á þann stað aftur að vera klár í keppni. Þegar ég get aftur keppt á efsta stigi þá mun ég gera það,“ sagði Woods á Hero World Challenge á Bahamaeyjum. „Ég hef enn eldmóðinn til að keppa. Eini munurinn er að líkaminn jafnar sig ekki með sama hætti og áður,“ sagði Woods. Woods fór í bakaðgerð í september, í sjötta sinn, en bakmeiðsli hans hafa valdið honum verk í fæti. „Ég hélt að bakið færi ekki eins og það gerði á þessu ári. Þetta var ansi sársaukafullt undir lokin og ég þurfti aðgerð til að draga úr sársaukanum sem leiddi niður í fótinn. Mér finnst eins og ég sé að verða sterkari, ég er að verða liðugri, en ég enn langt í land með að geta keppt á móti þessum mönnum,“ sagði Woods.
Golf Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira