Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 18:00 Tiger Woods er með sínar hugmyndir um verðlaunafé í Ryder-bikarnum. Getty/Kevin C. Cox Tiger Woods hefur stungið upp á því að í fyrsta sinn verði veitt verðlaunafé í Ryder-bikarnum í golfi, og að kylfingar verji því fé til góðgerðamála. Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira