Segir að vel væri hægt að lækka vexti Árni Sæberg skrifar 5. desember 2024 09:49 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. Í aðsendri grein, sem hann byggir að hluta á fundi sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Samtök atvinnulífsins stóðu nýverið að, segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, að óhætt sé að fullyrða að stærsti hluti Íslandsálagsins felist í þeim sérstöku álögum og reglum sem íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að leggja á fjármálaþjónustu. „Það er tímabært að ræða þessar álögur og hvernig við getum breytt vaxtaumhverfinu hér á landi til lengri tíma. Sú ríkisstjórn sem tekur við stjórnartaumunum á næstunni gæti ráðist í raunhæfar aðgerðir til að lækka greiðslubyrði íbúðalána,“ segir Benedikt í greininni hér að ofan en hér verður stiklað á stóru í greininni. Álagið ekki á förum Seðlabankinn tilkynnti í gær breytingar á eiginfjárkröfum sínum til lánastofnana en þær eru meðal þess sem myndar Íslandsálagið svokallaða. Breytingin felst í því að kerfisáhættuauki lækkar en eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki hækkar á móti. Það gerir það að verkum að eiginfjárkrafa á stóru viðskiptabankana þrjá stendur í stað í 19,5 til 20,4 prósentum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi þar sem ákvörðunin að það kæmi ekki til greina að slá af eiginfjárkröfunni til þess að auka samkeppnishæfni íslensku bankanna við útlenska. Allt að 1,15 prósentustiga lægri vextir Benedikt segir að á áðurnefndum fundi SFF og SA hafi Gunnar Haraldsson hagfræðingur fært rök fyrir því að útlánavextir hér á landi væru allt að 0,96-1,15 prósentustigum hærri en þeir þyrftu að vera, að ákveðnum forsendum gefnum, vegna álagna og reglna sem stjórnvöld hafa sett á íslenska banka. „Af 50 milljóna króna láni nema 1% vextir um 500.000 krónum í vaxtagreiðslur á ári. Það munar um minna.“ Ástæða þessa sé að Ísland hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í að innleiða regluverk Evrópusambandsins, til dæmis hvað varðar eiginfjárbindingu en auk þess sé sértæk skattlagning hér á landi mun víðtækri og meira íþyngjandi en gerist og gengur annars staðar í Evrópu. Íslenskir bankar greiði að meðaltali tvö- til þrefalt hærri skatta en bankar sem starfa innan Evrópusambandsins og á Norðurlöndunum ef horft er til skattgreiðslna í hlutfalli við eignir. Skattbyrði fjármálakerfisins sé reyndar hvergi hærri í Evrópu en hér á landi. Búið að endurheimta það sem hrunið kostaði og gott betur Liðin séu sextán ár síðan sértækar eiginfjárkröfur, sem kalli á 50 til 100 prósent meira eiginfé banka en á hinum Norðurlöndunum, voru settar hér á til að efla viðnámsþrótt fjármálakerfisins við endurreisn þess. Á sama tíma hafi sértækir bankaskattar verið lagðir á til að endurheimta þann kostnað sem féll á íslenska ríkið við fjármálahrunið. Þessar álögur auki kostnað banka sem þeir þurfi að mæta með einhverjum hætti. „Íslenska fjármálakerfið stendur í dag styrkum fótum sem og íslenskt efnahagslíf sem hefur vaxið mun hraðar en efnahagur Evrópu á síðustu árum. Sá kostnaður sem féll á ríkið vegna fjármálahrunsins er fyrir löngu endurheimtur og gott betur. Þannig að ef vilji er fyrir hendi þá getum við dregið úr sértækum álögum og reglum – lagað okkur að því sem gerist í löndunum í kringum okkur – og lækkað Íslandsálagið og þar með vexti íbúðalána.“ Óvægin umræða hækki fjármögnunarkostnað Benedikt segir fleira en þetta fella mega undir Íslandsálagið. „Til að mynda er Ísland eitt af örfáum löndum Evrópu þar sem lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s lækkar mat sitt á bönkum vegna þeirrar óvægnu umræðu sem á sér stað um þá, m.a. af hálfu stjórnmálamanna. Lægra lánshæfismat þýðir öllu jöfnu hærri vextir því það leiðir til verri kjara á fjármögnun bankans sem sótt er á lánsfjármarkaði. Við skorumst auðvitað ekki undan gagnrýni á störf okkar en óskum eftir málefnalegri umræðu án upphrópana.“ Í þessu sambandi megi einnig nefna að samkvæmt nýlegri skýrslu Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar með verðbréfamörkuðum séu stjórnvaldssektir á íslensk fjármálafyrirtæki á málefnasviði stofnunarinnar í sérflokki á Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir smæð íslenska fjármálakerfisins hafi það greitt um 11 prósent af heildarsektargreiðslum á EES-svæðinu á árinu 2023 og næsthæstu heildarfjárhæð allra ríkja á eftir Frakklandi. Við blasi að hér sé ekki gætt meðalhófs. „Á sama hátt og við skorumst ekki undan málefnalegri gagnrýni þá víkjum við okkur ekki undan eftirliti – þvert á móti fögnum við því – en hér eins og í öðru þarf meðalhóf að ráða för. Að þessi sögðu er ég meðvitaður um að við sem störfum í fjármálakerfinu berum mesta ábyrgð á því að byggja upp fjármálakerfi sem sátt ríkir um – en við berum þá ábyrgð ekki ein.“ Arion banki Fjármálafyrirtæki Evrópusambandið Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. 4. desember 2024 08:31 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Í aðsendri grein, sem hann byggir að hluta á fundi sem Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Samtök atvinnulífsins stóðu nýverið að, segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, að óhætt sé að fullyrða að stærsti hluti Íslandsálagsins felist í þeim sérstöku álögum og reglum sem íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að leggja á fjármálaþjónustu. „Það er tímabært að ræða þessar álögur og hvernig við getum breytt vaxtaumhverfinu hér á landi til lengri tíma. Sú ríkisstjórn sem tekur við stjórnartaumunum á næstunni gæti ráðist í raunhæfar aðgerðir til að lækka greiðslubyrði íbúðalána,“ segir Benedikt í greininni hér að ofan en hér verður stiklað á stóru í greininni. Álagið ekki á förum Seðlabankinn tilkynnti í gær breytingar á eiginfjárkröfum sínum til lánastofnana en þær eru meðal þess sem myndar Íslandsálagið svokallaða. Breytingin felst í því að kerfisáhættuauki lækkar en eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki hækkar á móti. Það gerir það að verkum að eiginfjárkrafa á stóru viðskiptabankana þrjá stendur í stað í 19,5 til 20,4 prósentum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi þar sem ákvörðunin að það kæmi ekki til greina að slá af eiginfjárkröfunni til þess að auka samkeppnishæfni íslensku bankanna við útlenska. Allt að 1,15 prósentustiga lægri vextir Benedikt segir að á áðurnefndum fundi SFF og SA hafi Gunnar Haraldsson hagfræðingur fært rök fyrir því að útlánavextir hér á landi væru allt að 0,96-1,15 prósentustigum hærri en þeir þyrftu að vera, að ákveðnum forsendum gefnum, vegna álagna og reglna sem stjórnvöld hafa sett á íslenska banka. „Af 50 milljóna króna láni nema 1% vextir um 500.000 krónum í vaxtagreiðslur á ári. Það munar um minna.“ Ástæða þessa sé að Ísland hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í að innleiða regluverk Evrópusambandsins, til dæmis hvað varðar eiginfjárbindingu en auk þess sé sértæk skattlagning hér á landi mun víðtækri og meira íþyngjandi en gerist og gengur annars staðar í Evrópu. Íslenskir bankar greiði að meðaltali tvö- til þrefalt hærri skatta en bankar sem starfa innan Evrópusambandsins og á Norðurlöndunum ef horft er til skattgreiðslna í hlutfalli við eignir. Skattbyrði fjármálakerfisins sé reyndar hvergi hærri í Evrópu en hér á landi. Búið að endurheimta það sem hrunið kostaði og gott betur Liðin séu sextán ár síðan sértækar eiginfjárkröfur, sem kalli á 50 til 100 prósent meira eiginfé banka en á hinum Norðurlöndunum, voru settar hér á til að efla viðnámsþrótt fjármálakerfisins við endurreisn þess. Á sama tíma hafi sértækir bankaskattar verið lagðir á til að endurheimta þann kostnað sem féll á íslenska ríkið við fjármálahrunið. Þessar álögur auki kostnað banka sem þeir þurfi að mæta með einhverjum hætti. „Íslenska fjármálakerfið stendur í dag styrkum fótum sem og íslenskt efnahagslíf sem hefur vaxið mun hraðar en efnahagur Evrópu á síðustu árum. Sá kostnaður sem féll á ríkið vegna fjármálahrunsins er fyrir löngu endurheimtur og gott betur. Þannig að ef vilji er fyrir hendi þá getum við dregið úr sértækum álögum og reglum – lagað okkur að því sem gerist í löndunum í kringum okkur – og lækkað Íslandsálagið og þar með vexti íbúðalána.“ Óvægin umræða hækki fjármögnunarkostnað Benedikt segir fleira en þetta fella mega undir Íslandsálagið. „Til að mynda er Ísland eitt af örfáum löndum Evrópu þar sem lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s lækkar mat sitt á bönkum vegna þeirrar óvægnu umræðu sem á sér stað um þá, m.a. af hálfu stjórnmálamanna. Lægra lánshæfismat þýðir öllu jöfnu hærri vextir því það leiðir til verri kjara á fjármögnun bankans sem sótt er á lánsfjármarkaði. Við skorumst auðvitað ekki undan gagnrýni á störf okkar en óskum eftir málefnalegri umræðu án upphrópana.“ Í þessu sambandi megi einnig nefna að samkvæmt nýlegri skýrslu Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar með verðbréfamörkuðum séu stjórnvaldssektir á íslensk fjármálafyrirtæki á málefnasviði stofnunarinnar í sérflokki á Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir smæð íslenska fjármálakerfisins hafi það greitt um 11 prósent af heildarsektargreiðslum á EES-svæðinu á árinu 2023 og næsthæstu heildarfjárhæð allra ríkja á eftir Frakklandi. Við blasi að hér sé ekki gætt meðalhófs. „Á sama hátt og við skorumst ekki undan málefnalegri gagnrýni þá víkjum við okkur ekki undan eftirliti – þvert á móti fögnum við því – en hér eins og í öðru þarf meðalhóf að ráða för. Að þessi sögðu er ég meðvitaður um að við sem störfum í fjármálakerfinu berum mesta ábyrgð á því að byggja upp fjármálakerfi sem sátt ríkir um – en við berum þá ábyrgð ekki ein.“
Arion banki Fjármálafyrirtæki Evrópusambandið Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13 Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. 4. desember 2024 08:31 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist. 4. desember 2024 09:13
Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. 4. desember 2024 08:31