Sindri Sindrason hitti þau á Apótekinu í Íslandi í dag á Stöð 2 þar sem þau sögðu áhorfendum frá jólahefðum, drukku jóladrykki og fóru yfir allt sem framundan er.
„Þetta er ný sketsasería sem er að hefjast núna 27. desember og við erum sjúklega spennt að sýna ykkur,“ segir Steinþór.
„Við leikum öll aðalhlutverkin,“ segir Saga.
„Við í rauninni leikum allt en við fáum alveg gestaleikara sem eiginlega stela allir senunni. Við erum mjög mikið í gervum og leikum fasta karaktera sem eru alltaf að koma aftur og aftur,“ segir Steindi.
Í innslaginu kemur einnig fram að Saga er um þessar mundir að taka bílprófið og er mikið að gera hjá henni í ökunáminu.
En hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.