Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 14:35 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist. Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Í pistli á vef Íslandsbanka segir að greiningardeildin spái því að vísitala neysluverðs, VNV, hækki um 0,4 prósent í desember. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga standa óbreytt og mælast 4,8 prósentum í mánuðinum. Árviss hækkun flugfargjalda vegi þyngst til hækkunar en áhrif verðhækkana matar- og drykkjarvöru ásamt reiknaðri húsaleigu séu þar skammt undan. Árviss hækkun flugfargjalda Það sem vegur alla jafna þyngst til hækkunar VNV í desember sé árviss hækkun flugfargjalda. Það skýrist af aukinni eftirspurn í kringum jólin þegar margir eru á faraldsfæti. Samkvæmt spánni muni lítil breyting verða þar á þetta árið og flugfargjöld til útlanda því hækka um 9 prósent og hafa 0,16 prósent áhrif á VNV í desember og vega þyngst til hækkunar VNV í mánuðinum. Lyf lækki í verði um 2,54 prósent í mánuðinum en hafi lítið vægi í VNV og áhrifin á verðbólgu því lítil. Minni sveiflur eftir að nýja aðferðin var tekin upp Samkvæmt spánni muni halda áfram að draga úr framlagi húsnæðisliðar til verðbólgu. Deildin spái 0,3 prósent hækkun reiknaðrar húsaleigu, 0,05 prósent áhrif á VNV, í desember. Í nóvember hafi 0,9 prósent hækkun mælst í liðnum á meðan spá hafi hljóðað upp á 0,2 prósent lækkun. Hækkunin í nóvember hafi verið á pari við mestu hækkun reiknaðrar húsaleiga eftir að ný matsaðferð var tekin í gagnið en hækkunin hafi einnig numið 0,9 prósent í ágúst. Enn sem komið er hafi mælingar með nýju aðferðinni ekki rofið 1 prósent múrinn og á heildina litið dregið úr sveiflum í þessum lið milli mánaða. Verðbólgan gangi hægt niður Greiningardeildin telji tólf mánaða takt verðbólgu eiga eftir að ganga hratt niður frá og með febrúar á næsta ári þegar stórir hækkunarmánuðir detta út úr mælingunni. Þegar lengra líður á árið spái deildin því að ársverðbólga verði komin vel inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og að hún verði komin nokkuð nálægt 2,5 prósenta markmiðinu um mitt næsta ár. Ýmsar hagstærðir hafi þróast með hagfelldum hætti síðastliðna mánuði en þar megi einna helst nefna styrkingu krónu ásamt hægari haustmánuðum á leigu- og íbúðamarkaði sem vonandi skili sér í verðbólgumælingu desembermánaðar gangi spáin eftir. Þó sýni mikið frávik reiknaðrar húsaleigu frá spám í nóvember að erfitt getur verið að ná utan um breytingar í liðnum þar til meiri reynsla kemst á notkun nýrrar matsaðferðar og óvissan næstu mánuði hafi því aukist.
Íslandsbanki Verðlag Fjármálafyrirtæki Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira