Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2024 09:02 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í landsliðinu nærri því strax ef marka má gamlan liðsfélaga hans. Getty/Octavio Passos Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður allra tíma í fótboltanum og hann er hvergi nærri hættur ef marka má fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu. Samkvæmt Nani þá er nokkuð öruggt að Cristiano Ronaldo spili á HM 2026 því hann sé þegar farinn að stefna á HM 2030. Ronaldo heldur upp á fertugsafmælið í febrúar næstkomandi. Hann verður 41 árs þegar næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en hann verður orðinn 45 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram 2030. Heimsmeistaramótið 2030 fer einmitt fram í Portúgal en landið heldur mótið ásamt nágrönnum sínum Spáni og Marokkó. „Cristiano Ronaldo á HM 2030? Hann er að byrja á nýjum matarkúr svo hann verði tilbúinn,“ sagði Nani. Það er ekki aðeins möguleikinn á því að keppa á sjöunda heimsmeistaramótinu fyrstur allra karla eða að keppa á HM á heimavelli heldur gæti farið svo að í portúgalska liðinu verði einnig sonur hans. Cristiano Ronaldo yngri fæddist 17. júní 2010 og verður því nítján ára gamall þegar mótið fer fram eftir tæp sex ár. Ronaldo hefur þegar tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum (2006, 2010, 2014, 2018, 2022) og skoraði á þeim 8 mörk í 22 leikjum. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður HM frá upphafi á eftir þeim Lionel Messi (26), Lothar Matthäus (25) og Miroslav Klose (24). Þetta er eflaust sagt meira í gamni en alvöru hjá Nani en menn hafa fyrir löngu lært það að vanmeta ekki Ronaldo. Kapppinn er búinn að skora 43 mörk í 51 leik á árinu fyrir félagslið og landslið. Sjö af þessum mörkum skoraði hann fyrir landsliðið en hann bætir heimsmetið yfir flest mörk með hverju marki. Ronaldo hefur alls skorað 135 mörk í 217 landsleikjum og samtals 916 opinber mörk á öllum fótboltaferlinum. View this post on Instagram A post shared by Pubity Sport (@pubitysport) HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Samkvæmt Nani þá er nokkuð öruggt að Cristiano Ronaldo spili á HM 2026 því hann sé þegar farinn að stefna á HM 2030. Ronaldo heldur upp á fertugsafmælið í febrúar næstkomandi. Hann verður 41 árs þegar næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026 en hann verður orðinn 45 ára þegar heimsmeistaramótið fer fram 2030. Heimsmeistaramótið 2030 fer einmitt fram í Portúgal en landið heldur mótið ásamt nágrönnum sínum Spáni og Marokkó. „Cristiano Ronaldo á HM 2030? Hann er að byrja á nýjum matarkúr svo hann verði tilbúinn,“ sagði Nani. Það er ekki aðeins möguleikinn á því að keppa á sjöunda heimsmeistaramótinu fyrstur allra karla eða að keppa á HM á heimavelli heldur gæti farið svo að í portúgalska liðinu verði einnig sonur hans. Cristiano Ronaldo yngri fæddist 17. júní 2010 og verður því nítján ára gamall þegar mótið fer fram eftir tæp sex ár. Ronaldo hefur þegar tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum (2006, 2010, 2014, 2018, 2022) og skoraði á þeim 8 mörk í 22 leikjum. Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður HM frá upphafi á eftir þeim Lionel Messi (26), Lothar Matthäus (25) og Miroslav Klose (24). Þetta er eflaust sagt meira í gamni en alvöru hjá Nani en menn hafa fyrir löngu lært það að vanmeta ekki Ronaldo. Kapppinn er búinn að skora 43 mörk í 51 leik á árinu fyrir félagslið og landslið. Sjö af þessum mörkum skoraði hann fyrir landsliðið en hann bætir heimsmetið yfir flest mörk með hverju marki. Ronaldo hefur alls skorað 135 mörk í 217 landsleikjum og samtals 916 opinber mörk á öllum fótboltaferlinum. View this post on Instagram A post shared by Pubity Sport (@pubitysport)
HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira