„Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 18:45 Það var líf og fjör í leik Liverpool og Fulham í dag og Arne Slot gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Vísir/Getty Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool sagðist ekki geta beðið um meira af leikmönnum sínum en það sem þeir sýndu í 2-2 jafnteflinu gegn Fulham í dag. Liverpool spilaði einum færri lungann úr leiknum. „Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“ Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
„Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“
Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira