„Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 18:45 Það var líf og fjör í leik Liverpool og Fulham í dag og Arne Slot gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Vísir/Getty Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool sagðist ekki geta beðið um meira af leikmönnum sínum en það sem þeir sýndu í 2-2 jafnteflinu gegn Fulham í dag. Liverpool spilaði einum færri lungann úr leiknum. „Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“ Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
„Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“
Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira