Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 18:44 Þórir Hergeirsson kveður norska liðið sem einn sigursælasti þjálfari handboltasögunnar. Vísir/EPA Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. Eins og mikið hefur verið ritað um var þessi úrslitaleikur síðasti leikur norska liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi hætta þjálfun liðsins að mótinu loknu. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og jafnt á nánast öllum tölum. Markverðir liðanna, þær Silje Solberg og Anna Kristensen, voru báðar að leika vel og úti á vellinum var spilaður hraður og skemmtilegur handbolti. Staðan í hálfleik var 13-12 norska liðinu í vil eftir að Henny Reistad skoraði síðasta markið undir lok fyrri hálfleiksins. Stórkostlegur síðari hálfleikur Noregs Í upphafi síðari hálfleiks náði Noregur hins vegar áhlaupi. Þær voru búnar að skora sex af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks þegar neyddust Danir til að taka leikhlé í stöðunni 19-14 fyrir Noreg. Það hafði hins vegar lítið að segja. Norska liðið hélt áfram að hamra járnið og þegar fimmtán mínútur voru eftir var munurinn orðinn sjö mörk og sjötti Evrópumeistaratitill Þóris Hergeirssonar með norska liðinu í sjónmáli. Munurinn varð mestur níu mörk og gat Þórir byrjað að fagna á bekknum löngu áður en leikurinn var á enda. Lokatölur 31-24 og þriðji Evróputitill norska liðsins í höfn og enn ein rósin í hnappagat Þóris Hergeirssonar sem var tolleraður af leikmönnum liðsins í leikslok. Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með átta mörk og hornamaðurinn Emelie Hovden skoraði sjö mörk. Silje Solberg var góð í markinu og varði tólf skot eða 36% skotanna sem hún fékk á sig. Í danska liðinu voru þær Anne Mette Hansen og Mie Höjlund markahæstar með fimm mörk og Anna Kristensen varði níu skot í markinu. Norway have done it again and for the last time with Þórir Hergeirsson15 years in charge 🥇x 2 Olympic Games🥇x 3 IHF World Championship🥇x 6 EHF EuroLegend pic.twitter.com/ceoYXJwzXO— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 15, 2024 Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem er afrek sem seint verður slegið. Hann kveður liðið nú sem sigursælasti þjálfari handboltasögunnar og verður þessi síðasti að teljast einn af þeim stærstu því liðið missti öfluga leikmenn síðan það varð Ólympíumeistari í París í sumar. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Sjá meira
Eins og mikið hefur verið ritað um var þessi úrslitaleikur síðasti leikur norska liðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi hætta þjálfun liðsins að mótinu loknu. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun og jafnt á nánast öllum tölum. Markverðir liðanna, þær Silje Solberg og Anna Kristensen, voru báðar að leika vel og úti á vellinum var spilaður hraður og skemmtilegur handbolti. Staðan í hálfleik var 13-12 norska liðinu í vil eftir að Henny Reistad skoraði síðasta markið undir lok fyrri hálfleiksins. Stórkostlegur síðari hálfleikur Noregs Í upphafi síðari hálfleiks náði Noregur hins vegar áhlaupi. Þær voru búnar að skora sex af fyrstu átta mörkum síðari hálfleiks þegar neyddust Danir til að taka leikhlé í stöðunni 19-14 fyrir Noreg. Það hafði hins vegar lítið að segja. Norska liðið hélt áfram að hamra járnið og þegar fimmtán mínútur voru eftir var munurinn orðinn sjö mörk og sjötti Evrópumeistaratitill Þóris Hergeirssonar með norska liðinu í sjónmáli. Munurinn varð mestur níu mörk og gat Þórir byrjað að fagna á bekknum löngu áður en leikurinn var á enda. Lokatölur 31-24 og þriðji Evróputitill norska liðsins í höfn og enn ein rósin í hnappagat Þóris Hergeirssonar sem var tolleraður af leikmönnum liðsins í leikslok. Henny Reistad var markahæst í norska liðinu með átta mörk og hornamaðurinn Emelie Hovden skoraði sjö mörk. Silje Solberg var góð í markinu og varði tólf skot eða 36% skotanna sem hún fékk á sig. Í danska liðinu voru þær Anne Mette Hansen og Mie Höjlund markahæstar með fimm mörk og Anna Kristensen varði níu skot í markinu. Norway have done it again and for the last time with Þórir Hergeirsson15 years in charge 🥇x 2 Olympic Games🥇x 3 IHF World Championship🥇x 6 EHF EuroLegend pic.twitter.com/ceoYXJwzXO— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) December 15, 2024 Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris Hergeirssonar sem er afrek sem seint verður slegið. Hann kveður liðið nú sem sigursælasti þjálfari handboltasögunnar og verður þessi síðasti að teljast einn af þeim stærstu því liðið missti öfluga leikmenn síðan það varð Ólympíumeistari í París í sumar.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Sjá meira