Russell Martin tók við stjórn Southampton sumarið 2023 og stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni á fyrsta árinu sem stjóri liðsins.
Þar hefur hins vegar gengið hræðilega. Southampton er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið einn af fyrstu sextán leikjum liðsins í deildinni.
Í kvöld beið Southampton síðan afhroð gegn Tottenham á heimavelli þar sem liðið var 3-0 undir eftir stundarfjórðung og 5-0 undir í hálfleik. Eftir leik bauluðu stuðningsmenn liðsins á Martin og nú hafa forráðamenn félagsins ákveðið að segja upp samningi hans hjá félaginu.
We can confirm that we have taken the difficult decision to part ways with our Men’s First Team Manager, Russell Martin.
— Southampton FC (@SouthamptonFC) December 15, 2024
„Ég skil pirringinn. Ég skil líka hvernig heimurinn í dag virkar og hvað hann snýst um,“ sagði Martin í viðtali eftir tapið í dag.
„Sem manneskja er þetta ekki svo sárt. En fyrir mig sem þjálfara er þetta afar sárt því maður leggur svo hart að sér á hverjum degi.“