„Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 07:31 María Þórisdóttir er afar ánægð með föður sinn, ekki bara hvað vann mikið heldur hvernig hann fór að því. Getty/Ryan Pierse/Andrea Kareth/ María Þórisdóttir sendi föður sínum fallega kveðju eftir að Þórir Hergeirsson endaði þjálfaraferil sinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta með því að vinna sitt ellefta stórmót með norska landsliðinu. Norska liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir hans stjórn eftir sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. María, sem spilar með enska félaginu Brighton, skrifaði sæta kveðju til föður síns á samfélagsmiðlum. María skrifaði kveðjuna á norsku nema hún notaði íslenska heitið yfir pabba. „Í dag lokaðir þú tilkomumiklum kafla í norsku handboltasögunni með einu gullinu í viðbót. Með þessum þrjátíu árum í handbolta og ótrúlegum fimmtán árum sem landsliðsþjálfari þá hefur þú verið innblástur og gleðigjafi til heillar þjóðar og alls heimsins. Öll verðlaunin tala sínu máli,“ skrifaði María. „Það eru samt ekki bara verðlaunapeningarnir sem mér þykir mikið til koma heldur er ég stoltust af því hvernig manneskja þú ert. Ástríða, yfirvegun og klók leiðtogahæfni þín hefur haft góð áhrif á svo marga. Þú hefur frábæra hæfileika til að sjá það besta í fólki, vekja upp áhuga hjá því og lyfta öðrum upp,“ skrifaði María. „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi. Ekki aðeins fyrir því sem þú hefur afrekað inn á vellinum heldur hvernig þú hefur verið sem leiðtogi, hvernig þú hefur byggt upp þín lið og hvernig þú hefur verið uppspretta innblásturs fyrir svo marga,“ skrifaði María. „Sautján verðlaun á stórmótum sem landsliðsþjálfari er tala sem fáir, ef þá einhver, getur náð. Nú er komið að öðrum kafla og nýjum ævintýrum. Ég get ekki beðið eftir því hverju þú tekur upp á í framtíðinni. Ég er viss um að þú hittir þar naglann líka á höfuðið,“ skrifaði María. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið handboltanum. Nú getur þú komið heim sem kóngurinn sem þú hefur alltaf verið. Nú fyrir fullt og allt,“ skrifaði María. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01 Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00 Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44 Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Norska liðið varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir hans stjórn eftir sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. María, sem spilar með enska félaginu Brighton, skrifaði sæta kveðju til föður síns á samfélagsmiðlum. María skrifaði kveðjuna á norsku nema hún notaði íslenska heitið yfir pabba. „Í dag lokaðir þú tilkomumiklum kafla í norsku handboltasögunni með einu gullinu í viðbót. Með þessum þrjátíu árum í handbolta og ótrúlegum fimmtán árum sem landsliðsþjálfari þá hefur þú verið innblástur og gleðigjafi til heillar þjóðar og alls heimsins. Öll verðlaunin tala sínu máli,“ skrifaði María. „Það eru samt ekki bara verðlaunapeningarnir sem mér þykir mikið til koma heldur er ég stoltust af því hvernig manneskja þú ert. Ástríða, yfirvegun og klók leiðtogahæfni þín hefur haft góð áhrif á svo marga. Þú hefur frábæra hæfileika til að sjá það besta í fólki, vekja upp áhuga hjá því og lyfta öðrum upp,“ skrifaði María. „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi. Ekki aðeins fyrir því sem þú hefur afrekað inn á vellinum heldur hvernig þú hefur verið sem leiðtogi, hvernig þú hefur byggt upp þín lið og hvernig þú hefur verið uppspretta innblásturs fyrir svo marga,“ skrifaði María. „Sautján verðlaun á stórmótum sem landsliðsþjálfari er tala sem fáir, ef þá einhver, getur náð. Nú er komið að öðrum kafla og nýjum ævintýrum. Ég get ekki beðið eftir því hverju þú tekur upp á í framtíðinni. Ég er viss um að þú hittir þar naglann líka á höfuðið,“ skrifaði María. „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið handboltanum. Nú getur þú komið heim sem kóngurinn sem þú hefur alltaf verið. Nú fyrir fullt og allt,“ skrifaði María. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01 Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00 Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27 Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44 Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Tárin runnu niður kinnar Noru Mørk þegar Þórir Hergeirsson mætti í viðtal hjá Viaplay eftir sigur Noregs á Danmörku í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 10:01
Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Danskir fjölmiðlar fóru engum silkihönskum um kvennalandsliðið í handbolta eftir að það tapaði fyrir Noregi í úrslitaleik EM. 16. desember 2024 11:00
Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. 15. desember 2024 21:27
Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Þórir Hergeirsson kveður norska landsliðið í handknattleik með Evrópumeistaratitli en Noregur vann öruggan sigur á Dönum í úrslitaleik í Vínarborg í dag. Þetta er ellefti stóri titill norska liðsins undir stjórn Þóris. 15. desember 2024 18:44
Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Glæsilegum ferli Þóris Hergeirssonar með norska kvennalandsliðið í handbolta lauk í gær þegar Noregur varð Evrópumeistari í sjötta sinn undir stjórn Selfyssingsins. 16. desember 2024 09:02