Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2024 21:07 Djerf var á lista Forbes yfir þrjátíu áhrifamestu athafnamenn heims undir þrítugu í fyrra. Instagram Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. Aftonbladet ræddi við ellefu fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins Djerf Avenue á dögunum sem sögðu farir sínar ekki sléttar af eigandanum, sem er jafnframt einn þekktasti áhrifavaldur heims um þessar mundir. Viðmælendur sögðust ýmist hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum á hverjum degi, Djerf hafi brotið starfsfólk sitt niður með niðurlægingum og hrópum og sýnt af sér yfirlæti og hroka. Þá er Djerf sökuð um fitusmánun, þrátt fyrir að fyrirtækið stærði sig iðulega af því hve margar stærðir væru í boði á fötum Djerf Avenue. Djerf hefur nú birt afsökunarbeiðni á Instagram síðu sína, þar sem hún biður hvern þann sem hún kann að hafa sært afsökunar. „Þegar ég stofnaði Djerf Avenur bjóst ég aldrei við að starfsmennirnir yrðu svona margir og ábyrgðin svona mikil. Ég var ekki tilbún. Ég hef aldrei fyrr stjórnað fyrirtæki, og vegna mikils álags og tíðra breytinga mistókst mér að vera sá leiðtogi og samstarfsmaður sem mig langar til að vera,“ segir meðal annars í færslunni. Hún segist þegar hafa gert ráðstafanir til þess að bæta vinnuumhverfið. Hún hafi til að mynda ráðið inn reyndari framkvæmdastjórn og ráðið sálfræðing og annan mannauðsfulltrúa til starfa hjá fyrirtækinu. Þá hyggst hún sjálf líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by Matilda Djerf (@matildadjerf) Tíska og hönnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Aftonbladet ræddi við ellefu fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins Djerf Avenue á dögunum sem sögðu farir sínar ekki sléttar af eigandanum, sem er jafnframt einn þekktasti áhrifavaldur heims um þessar mundir. Viðmælendur sögðust ýmist hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum á hverjum degi, Djerf hafi brotið starfsfólk sitt niður með niðurlægingum og hrópum og sýnt af sér yfirlæti og hroka. Þá er Djerf sökuð um fitusmánun, þrátt fyrir að fyrirtækið stærði sig iðulega af því hve margar stærðir væru í boði á fötum Djerf Avenue. Djerf hefur nú birt afsökunarbeiðni á Instagram síðu sína, þar sem hún biður hvern þann sem hún kann að hafa sært afsökunar. „Þegar ég stofnaði Djerf Avenur bjóst ég aldrei við að starfsmennirnir yrðu svona margir og ábyrgðin svona mikil. Ég var ekki tilbún. Ég hef aldrei fyrr stjórnað fyrirtæki, og vegna mikils álags og tíðra breytinga mistókst mér að vera sá leiðtogi og samstarfsmaður sem mig langar til að vera,“ segir meðal annars í færslunni. Hún segist þegar hafa gert ráðstafanir til þess að bæta vinnuumhverfið. Hún hafi til að mynda ráðið inn reyndari framkvæmdastjórn og ráðið sálfræðing og annan mannauðsfulltrúa til starfa hjá fyrirtækinu. Þá hyggst hún sjálf líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by Matilda Djerf (@matildadjerf)
Tíska og hönnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira