Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. desember 2024 07:00 Íslensku stjörnurnar stóðu upp úr á tónlistarárinu 2024. Vísir/Grafík Tónlistarárið 2024 var gjöfult og spennandi, sérstaklega hérlendis. Fjöldinn allur af ólíkum tónlistartegundum naut sín í úvarpi og víðar og íslenskt tónlistarfólk heldur áfram að fá gott pláss á útvarpsstöðinni FM957. Hér má finna stærstu lög ársins hjá stöðinni. 5. sæti Tónlistarkonan GDRN átti stórt tónlistarár, gaf út plöturnar Frá mér til þín og Nokkur jólaleg lög og kom fram víða, gjarnan með píanósnillingnum Magnúsi Jóhanni. Lagið Háspenna af plötunni Frá mér til þín skipar fimmta sæti listans á FM yfir árið 2024. GDRN mætti í Vísisþáttinn Einkalífið í vor þar sem hún ræddi á einlægum nótum um tónlistina, ástina, móðurhlutverkin og margt fleira. 4. sæti Stórstjarnan Ariana Grande mætti með krafti inn í tónlistarárið 2024, gaf út plötuna eternal sunshine og fór með aðalhlutverkið í söngleikjamyndinni Wicked. Hún skipar fjórða sæti listans með lagið We Can't Be Friends en lagið hefur sömuleiðis verið gríðarlega vinsælt vestanhafs. 3. sæti Rapparinn og IceGuys stjarnan Aron Can situr í þriðja sæti árslistans á FM með lagið Monní. Aron Can hefur átt viðburðaríkt ár. Hann hélt tónleika í Kaupmannahöfn fyrir fullum sal, var með tónleika í Hörpu, gaf út plötu, kom víða fram, lék í IceGuys og steig auðvitað á svið með strákabandinu sínu í Laugardalshöllinni í desember. Lagið Monní má finna á plötunni hans ÞEGAR ÉG SEGI MONNÍ sem kom út 19. september síðastliðinn. 2. sæti Breski plötusnúðurinn cassö gerði allt vitlaust þegar hann sendi frá sér ofurdanssmellinn Prada ásamt hinni stórkostlegu Raye og D Block Europe. Lagið hefur verið gríðarlega vinsælt á dansgólfum landsins, í líkamsræktarstöðvum og þó víðar væri leitað. Lagið Prada situr í öðru sæti árlista FM árið 2024. 1. sæti Rapparinn, Idol dómarinn og IceGuys-inn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur svo sannarlega verið verri en hann trónir á toppi listans með lagið sitt Hef verið verri. Árni Páll gaf út plötuna KBE kynnir: Legend í leiknum um miðjan ágúst, stóð fyrir tvennum stútfullum útgáfutónleikum í Gamla bíó á afmælinu sínu og heldur áfram að blómstra í íslensku tónlistarlífi. Í sjötta til tíunda sæti voru eftirfarandi lög: 6. Benson Boone – Beautiful Things, 7. Iceguys – Gemmér Gemmér, 8. Dua Lipa – Houdini, 9. Friðrik Dór Ft. Herra Hnetusmjör & Steindi Jr – Til í Allt Part 3, 10. Teddy Swims – Loose Control FM957 Fréttir ársins 2024 Tónlist Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
5. sæti Tónlistarkonan GDRN átti stórt tónlistarár, gaf út plöturnar Frá mér til þín og Nokkur jólaleg lög og kom fram víða, gjarnan með píanósnillingnum Magnúsi Jóhanni. Lagið Háspenna af plötunni Frá mér til þín skipar fimmta sæti listans á FM yfir árið 2024. GDRN mætti í Vísisþáttinn Einkalífið í vor þar sem hún ræddi á einlægum nótum um tónlistina, ástina, móðurhlutverkin og margt fleira. 4. sæti Stórstjarnan Ariana Grande mætti með krafti inn í tónlistarárið 2024, gaf út plötuna eternal sunshine og fór með aðalhlutverkið í söngleikjamyndinni Wicked. Hún skipar fjórða sæti listans með lagið We Can't Be Friends en lagið hefur sömuleiðis verið gríðarlega vinsælt vestanhafs. 3. sæti Rapparinn og IceGuys stjarnan Aron Can situr í þriðja sæti árslistans á FM með lagið Monní. Aron Can hefur átt viðburðaríkt ár. Hann hélt tónleika í Kaupmannahöfn fyrir fullum sal, var með tónleika í Hörpu, gaf út plötu, kom víða fram, lék í IceGuys og steig auðvitað á svið með strákabandinu sínu í Laugardalshöllinni í desember. Lagið Monní má finna á plötunni hans ÞEGAR ÉG SEGI MONNÍ sem kom út 19. september síðastliðinn. 2. sæti Breski plötusnúðurinn cassö gerði allt vitlaust þegar hann sendi frá sér ofurdanssmellinn Prada ásamt hinni stórkostlegu Raye og D Block Europe. Lagið hefur verið gríðarlega vinsælt á dansgólfum landsins, í líkamsræktarstöðvum og þó víðar væri leitað. Lagið Prada situr í öðru sæti árlista FM árið 2024. 1. sæti Rapparinn, Idol dómarinn og IceGuys-inn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur svo sannarlega verið verri en hann trónir á toppi listans með lagið sitt Hef verið verri. Árni Páll gaf út plötuna KBE kynnir: Legend í leiknum um miðjan ágúst, stóð fyrir tvennum stútfullum útgáfutónleikum í Gamla bíó á afmælinu sínu og heldur áfram að blómstra í íslensku tónlistarlífi. Í sjötta til tíunda sæti voru eftirfarandi lög: 6. Benson Boone – Beautiful Things, 7. Iceguys – Gemmér Gemmér, 8. Dua Lipa – Houdini, 9. Friðrik Dór Ft. Herra Hnetusmjör & Steindi Jr – Til í Allt Part 3, 10. Teddy Swims – Loose Control
FM957 Fréttir ársins 2024 Tónlist Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira